„Ég er með mikla orku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Dana Björg mun hafa mikið að gera gegn Serbíu í kvöld. Tom Weller/Getty Images „Hún er frábær liðsfélagi að hafa, gerir einhvern veginn alla í kringum sig glaðari og er bara alveg yndisleg“ sagði Elísa Elíasdóttur um liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Dönu Björg Guðmundsdóttir. Dana er einmitt áberandi mikill stuðbolti og gleðin geislar af henni utan sem innan vallar. „Já, ég er með mikla orku“ sagði Dana skellihlæjandi og bætti við: „Ég reyni að nýta hana til að hjálpa öðrum og þetta hjálpar sjálfri mér auðvitað líka.“ Klippa: Stuðboltinn Dana Björg mun spretta mikið gegn Serbíu Dana var í banastuði í fyrsta leik Íslands á HM og skoraði fjögur mörk í 32-25 tapi gegn Þýskalandi, ásamt því að stela boltanum einu sinni af þeim þýsku. Hún mun líklega hafa enn meira að gera í leiknum gegn Serbíu í kvöld, því þær serbnesku eru hægari og seinni að skila sér til baka, sem býður upp á hraðaupphlaup fyrir hornakonuna. „Já vonandi. Við Hafdís [Renötudóttir, markmaður] höfum verið að tala aðeins um þetta, að nota hennar styrkleika og mína, hlaupa mikið og fá auðveld mörk… Við höfum talað mikið um þetta, því við Hafdís erum ekki að æfa mikið saman, bara hérna með landsliðinu. Við verðum að finna tenginguna okkar á milli, prófa, klúðra, svo kemur þetta.“ Dana var ekki með á síðasta heimsmeistaramóti en þar voru Perla Ruth Albertsdóttir og Lilja Ágústsdóttir vinstri hornakonur Íslands. Perla er nýbúin að eignast barn og Lilja er meidd, þannig að Dana er orðin fyrsti kostur landsliðsþjálfarans í stöðuna, sem hún deilir með Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur á þessu móti. „Maður verður að njóta þess, en þetta er líka alveg smá stressandi auðvitað. Aðeins meiri pressa, en það hjálpar að vera búin að fá smá tíma á Íslandi, þannig að það er ekki eins mikið stress og var fyrir verkefnið. Núna er ég orðin aðeins rólegri“ sagði Dana en hún hefur alla tíð búið í Noregi og þekkti hinar stelpurnar okkar ekki mikið þegar hún spilaði fyrstu landsleikina í fyrra og fór með liðinu á EM. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Dana er einmitt áberandi mikill stuðbolti og gleðin geislar af henni utan sem innan vallar. „Já, ég er með mikla orku“ sagði Dana skellihlæjandi og bætti við: „Ég reyni að nýta hana til að hjálpa öðrum og þetta hjálpar sjálfri mér auðvitað líka.“ Klippa: Stuðboltinn Dana Björg mun spretta mikið gegn Serbíu Dana var í banastuði í fyrsta leik Íslands á HM og skoraði fjögur mörk í 32-25 tapi gegn Þýskalandi, ásamt því að stela boltanum einu sinni af þeim þýsku. Hún mun líklega hafa enn meira að gera í leiknum gegn Serbíu í kvöld, því þær serbnesku eru hægari og seinni að skila sér til baka, sem býður upp á hraðaupphlaup fyrir hornakonuna. „Já vonandi. Við Hafdís [Renötudóttir, markmaður] höfum verið að tala aðeins um þetta, að nota hennar styrkleika og mína, hlaupa mikið og fá auðveld mörk… Við höfum talað mikið um þetta, því við Hafdís erum ekki að æfa mikið saman, bara hérna með landsliðinu. Við verðum að finna tenginguna okkar á milli, prófa, klúðra, svo kemur þetta.“ Dana var ekki með á síðasta heimsmeistaramóti en þar voru Perla Ruth Albertsdóttir og Lilja Ágústsdóttir vinstri hornakonur Íslands. Perla er nýbúin að eignast barn og Lilja er meidd, þannig að Dana er orðin fyrsti kostur landsliðsþjálfarans í stöðuna, sem hún deilir með Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur á þessu móti. „Maður verður að njóta þess, en þetta er líka alveg smá stressandi auðvitað. Aðeins meiri pressa, en það hjálpar að vera búin að fá smá tíma á Íslandi, þannig að það er ekki eins mikið stress og var fyrir verkefnið. Núna er ég orðin aðeins rólegri“ sagði Dana en hún hefur alla tíð búið í Noregi og þekkti hinar stelpurnar okkar ekki mikið þegar hún spilaði fyrstu landsleikina í fyrra og fór með liðinu á EM. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira