Flensan orðin að faraldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 12:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir flensufaraldur skollinn á. Vísir/Arnar Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05