„Okkar konur eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 16:33 Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik á HM á miðvikudaginn, fyrir framan stappfulla höll í Stuttgart. Getty/marijan Murat Formaður þýska handknattleikssambandsins segir það reginhneyksli að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF skuli ekki ætla að gera HM kvenna góð skil fyrr en komi að átta liða úrslitum. Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira