„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson er aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Vonast er til að nýir rafmagnsbílar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun spari kostnað bæði í eldsneytiskaupum og viðhaldi. Engir James-Bond aukahlutir eru í bílunum og rafmagnsleysi gæti verið áskorun fyrir lögregluembætti á landsbyggðinni. Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira