Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Það varð allt gjörsamlega vitlaust í leikslok og dómarinn þurfti að veifa rauðum spjöldum hægri og vinstri. @gazzettadellosport Fótboltamenn geta verið afar blóðheitir í Suður-Ameríku en ótrúleg atburðarás varð á knattspyrnuleik í Bólivíu á dögunum. Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu. Bólivía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira