Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 20:45 Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. Hún bendir á að rannsóknir sýni að foreldrar sem skipti fæðingarorlofi jafnt á milli sín séu líklegri til að deila umönnun barna til lengri tíma og svo eru þeir líka ólíklegri til að skilja. Mikil umræða hefur spunnist um fæðingarorlofskerfið eftir að læknanemi steig fram og kallaði eftir auknu valfrelsi og sveigjanleika í orlofskerfinu umfram þær sex vikur sem foreldrar geta skipt á milli sín. Hún útlistaði hið ýmsa við fæðingarorlofskerfið sem henni fannst þörf á að lagfæra. Guðný segir markmiðin með lögunum oft gleymast í umræðunni, sem sé meðal annars að tryggja rétt barna til samvista við báða foreldra. Tengslamyndun sé mikilvægust á fyrstu æviárunum og að ávinningur af skiptu orlofi sé margþættur. Minni líkur á hjónaskilnaði „Við erum með aragrúa af rannsóknum sem sýna hvað þetta skiptir miklu máli fyrir barnið að báðir foreldrar annist um það. Það skiptir líka máli fyrir atvinnuþátttöku og fyrir jafnrétti, heilsu og ævilengd. Það eru tvær íslenskar rannsóknir sem sýna að það dragi úr líkum á hjónaskilnaði að báðir foreldrar taki orlof. Það er mikið af afleiddum áhrifum sem við erum að rekja í alls konar rannsóknum.“ Íslenskir feður hafi alltaf tekið vel í aukinn orlofsrétt Íslenskir feður eru á pari við þá sænsku þegar kemur að hlutfalli daga sem feður taka sem prósentu af heildarorlofi. Guðný segir að íslenskir feður hafi alltaf brugðist vel við þátttöku í orlofi þegar réttur þeirra hefur verið aukinn í gegnum tíðina. „Þeir voru strax þarna komnir með hæsta heildarhlutfall daga á Norðurlöndunum sem eru teknir af feðrum þannig að íslenskir feður eru svolitlir heimsmeistarar þó svo það fari ekki hátt á Íslandi.“ Segir Guðný en við þetta má bæta að eftir að Finnar fjölguðu mánuðum í orlofi hafa finnskir feður aukið töku á orlofi svo um munar. Norðmenn voru fyrstir til að festa feðrum orlofskvóta árið 1993 en árið 2014 var farið í frjálsræðisátt. Guðný segir að afleiðingarnar af því að fækka þeim vikum sem norskir feður „Það var bara óhuggulegt að sjá hvernig þetta fylgdi nákvæmlega vikufjöldanum. Um leið og skylduvikunum var fækkað þá duttu feðurnir niður um það sem nam þá tölu.“ Aðeins fyrri leikhluta lokið Guðný segir of snemmt að segja til um áhrif lagabreytinganna frá 2021 þegar skylduvikum fyrir feður var fjölgað. „Það tekur tvö ár, eftir að barn fæðist að fá endanlegu töluna, þannig að við erum bara ekki komin með lokatölur. Það er svolítið eins og að spyrja í hálfleik „hvernig fer leikurinn?“ en þetta er allt að gerast og ekkert sem bendir til annars en að þetta sé akkúrat í sama takti og verið hefur að þegar við gefum í - þá auka feður orlofstöku.“ Verkefnið skilið eftir hjá sveitarfélögum til lausnar og fjármögnunar Íslenska fæðingarorlofskerfið sé ekki ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum. „Það sem hins vegar skilur okkur frá þeim er að þau eru öll með lögbundinn rétt til leikskólavistar þegar börn verða eins árs en Danir reyndar þegar börn verða sex mánaða á meðan við skiljum þetta verkefni eftir hjá sveitarfélögunum til að leysa og fjármagna og það er grundvallarmunurinn á umönnunarstefnunni, ekki fæðingarorlofsmálin.“ Fæðingarorlof Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. 25. nóvember 2025 11:02 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hún bendir á að rannsóknir sýni að foreldrar sem skipti fæðingarorlofi jafnt á milli sín séu líklegri til að deila umönnun barna til lengri tíma og svo eru þeir líka ólíklegri til að skilja. Mikil umræða hefur spunnist um fæðingarorlofskerfið eftir að læknanemi steig fram og kallaði eftir auknu valfrelsi og sveigjanleika í orlofskerfinu umfram þær sex vikur sem foreldrar geta skipt á milli sín. Hún útlistaði hið ýmsa við fæðingarorlofskerfið sem henni fannst þörf á að lagfæra. Guðný segir markmiðin með lögunum oft gleymast í umræðunni, sem sé meðal annars að tryggja rétt barna til samvista við báða foreldra. Tengslamyndun sé mikilvægust á fyrstu æviárunum og að ávinningur af skiptu orlofi sé margþættur. Minni líkur á hjónaskilnaði „Við erum með aragrúa af rannsóknum sem sýna hvað þetta skiptir miklu máli fyrir barnið að báðir foreldrar annist um það. Það skiptir líka máli fyrir atvinnuþátttöku og fyrir jafnrétti, heilsu og ævilengd. Það eru tvær íslenskar rannsóknir sem sýna að það dragi úr líkum á hjónaskilnaði að báðir foreldrar taki orlof. Það er mikið af afleiddum áhrifum sem við erum að rekja í alls konar rannsóknum.“ Íslenskir feður hafi alltaf tekið vel í aukinn orlofsrétt Íslenskir feður eru á pari við þá sænsku þegar kemur að hlutfalli daga sem feður taka sem prósentu af heildarorlofi. Guðný segir að íslenskir feður hafi alltaf brugðist vel við þátttöku í orlofi þegar réttur þeirra hefur verið aukinn í gegnum tíðina. „Þeir voru strax þarna komnir með hæsta heildarhlutfall daga á Norðurlöndunum sem eru teknir af feðrum þannig að íslenskir feður eru svolitlir heimsmeistarar þó svo það fari ekki hátt á Íslandi.“ Segir Guðný en við þetta má bæta að eftir að Finnar fjölguðu mánuðum í orlofi hafa finnskir feður aukið töku á orlofi svo um munar. Norðmenn voru fyrstir til að festa feðrum orlofskvóta árið 1993 en árið 2014 var farið í frjálsræðisátt. Guðný segir að afleiðingarnar af því að fækka þeim vikum sem norskir feður „Það var bara óhuggulegt að sjá hvernig þetta fylgdi nákvæmlega vikufjöldanum. Um leið og skylduvikunum var fækkað þá duttu feðurnir niður um það sem nam þá tölu.“ Aðeins fyrri leikhluta lokið Guðný segir of snemmt að segja til um áhrif lagabreytinganna frá 2021 þegar skylduvikum fyrir feður var fjölgað. „Það tekur tvö ár, eftir að barn fæðist að fá endanlegu töluna, þannig að við erum bara ekki komin með lokatölur. Það er svolítið eins og að spyrja í hálfleik „hvernig fer leikurinn?“ en þetta er allt að gerast og ekkert sem bendir til annars en að þetta sé akkúrat í sama takti og verið hefur að þegar við gefum í - þá auka feður orlofstöku.“ Verkefnið skilið eftir hjá sveitarfélögum til lausnar og fjármögnunar Íslenska fæðingarorlofskerfið sé ekki ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum. „Það sem hins vegar skilur okkur frá þeim er að þau eru öll með lögbundinn rétt til leikskólavistar þegar börn verða eins árs en Danir reyndar þegar börn verða sex mánaða á meðan við skiljum þetta verkefni eftir hjá sveitarfélögunum til að leysa og fjármagna og það er grundvallarmunurinn á umönnunarstefnunni, ekki fæðingarorlofsmálin.“
Fæðingarorlof Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. 25. nóvember 2025 11:02 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44
Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. 25. nóvember 2025 11:02