„Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Hinrik Wöhler skrifar 28. nóvember 2025 21:33 Einar Jónsson, þjálfari Fram, er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir misjafnt gengi í upphafi tímabils. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var upplitsdjarfur þrátt fyrir tveggja marka tap gegn FH í Olísdeild karla í kvöld. Framarar voru sjö mörkum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en áttu þá góðan kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Frábær karakter að koma til baka, við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu. Ánægður með okkur að gera þetta að leik í lokin. Við hefðum jafnvel getað stolið stigi, við vorum að klikka á skotum yfir völlinn á opið mark. Þegar talið er upp úr pokanum þá eru klaufaleg augnablik hjá okkur sem fer með þennan leik,“ sagði Einar eftir leikinn. Eins og Einar benti á þá voru Framarar ekki langt frá því að stela stigi eftir flottan lokakafla en segir að liðið hafi einfaldlega misst Hafnfirðinga of langt frá sér í kjölfar slæms kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Mér fannst vörnin loksins góð en hefur hún hefur ekki verið góð í langan tíma og margt jákvætt sem ég get tekið út úr þessu. Það vantaði pínu gæði og reynslu á köflum. Við misstum FH-ingana of langt fram úr okkur í seinni hálfleik.“ „Mér fannst sóknarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Við skorum 14 mörk og förum með 5-6 dauðafæri. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik, þá vorum við í basli og ég átti alveg átti von á því þar sem við erum að spila rosa mikið á sömu mönnunum. Það mæðir mikið á Viktori [Sigurðssyni] og Dánjal [Ragnarssyni] og þeir voru orðnir kannski smá bensínlausir og vantaði smá orku í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Viktor Sigurðsson, sem kom frá Val fyrr á tímabilinu, skoraði sex mörk í kvöld.Vísir/Anton Brink Tveir leikir sem svíða Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa ekki náð sama takti og í fyrra það sem af er tímabili og sitja nú í 8. sæti með 10 stig. Einar er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að það séu fyrst og fremst tveir leikir sem hann sé ósáttur með hingað til. „Það eru tveir leikir sem svíða mjög sárt en það er Selfoss úti og Stjarnan heima í síðustu umferð. Það voru lélegir leikir af okkar hálfu, þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og margt mjög jákvætt.“ Meiðslalistinn hjá Fram er langur um þessar mundir en þar má finna leikmenn á borð við Marel Baldvinsson, Rúnar Kárason, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Magnús Öder Einarsson. Einar segir að það hafi skiljanlega áhrif. „Það eru margir leikmenn búnir að spila mikið og við erum búnir að reyna nýta fyrri hlutann ágætlega en við erum með fullt af mönnum óleikfærum. Við græðum á þessu þegar fram líða stundir en enginn spurning, maður hefði viljað vera ofar. Það eru þó fyrst og fremst tveir leikir sem sitja í mér sem þetta varðar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Frábær karakter að koma til baka, við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu. Ánægður með okkur að gera þetta að leik í lokin. Við hefðum jafnvel getað stolið stigi, við vorum að klikka á skotum yfir völlinn á opið mark. Þegar talið er upp úr pokanum þá eru klaufaleg augnablik hjá okkur sem fer með þennan leik,“ sagði Einar eftir leikinn. Eins og Einar benti á þá voru Framarar ekki langt frá því að stela stigi eftir flottan lokakafla en segir að liðið hafi einfaldlega misst Hafnfirðinga of langt frá sér í kjölfar slæms kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Mér fannst vörnin loksins góð en hefur hún hefur ekki verið góð í langan tíma og margt jákvætt sem ég get tekið út úr þessu. Það vantaði pínu gæði og reynslu á köflum. Við misstum FH-ingana of langt fram úr okkur í seinni hálfleik.“ „Mér fannst sóknarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Við skorum 14 mörk og förum með 5-6 dauðafæri. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik, þá vorum við í basli og ég átti alveg átti von á því þar sem við erum að spila rosa mikið á sömu mönnunum. Það mæðir mikið á Viktori [Sigurðssyni] og Dánjal [Ragnarssyni] og þeir voru orðnir kannski smá bensínlausir og vantaði smá orku í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Viktor Sigurðsson, sem kom frá Val fyrr á tímabilinu, skoraði sex mörk í kvöld.Vísir/Anton Brink Tveir leikir sem svíða Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa ekki náð sama takti og í fyrra það sem af er tímabili og sitja nú í 8. sæti með 10 stig. Einar er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að það séu fyrst og fremst tveir leikir sem hann sé ósáttur með hingað til. „Það eru tveir leikir sem svíða mjög sárt en það er Selfoss úti og Stjarnan heima í síðustu umferð. Það voru lélegir leikir af okkar hálfu, þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og margt mjög jákvætt.“ Meiðslalistinn hjá Fram er langur um þessar mundir en þar má finna leikmenn á borð við Marel Baldvinsson, Rúnar Kárason, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Magnús Öder Einarsson. Einar segir að það hafi skiljanlega áhrif. „Það eru margir leikmenn búnir að spila mikið og við erum búnir að reyna nýta fyrri hlutann ágætlega en við erum með fullt af mönnum óleikfærum. Við græðum á þessu þegar fram líða stundir en enginn spurning, maður hefði viljað vera ofar. Það eru þó fyrst og fremst tveir leikir sem sitja í mér sem þetta varðar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira