„Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 22:01 Arnar Pétursson fær að líta gula spjaldið. getty/Marijan Murat Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. „Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44