Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 23:15 Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Tapið gegn Serbíu í kvöld var eins svekkjandi og hugsast getur. Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira