Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2025 14:16 Oliva Nuzzi og Ryan Lizza slitu trúlofun sinni eftir að upp komst um samband hennar og Roberts F. Kennedy. Getty Meint ástarljóð núverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy yngri, sem skrifað er til blaðakonu sem hann er sakaður um að hafa haldið við meðan hann var í forsetaframboði hefur verið opinberað af fyrrverandi unnusta blaðakonunnar, öðrum blaðamanni. Umrædd blaðakona, Olivia Nuzzi, starfaði um árabil hjá tímaritinu New York. Síðasta haust var greint frá því að hún væri komin í leyfi frá störfum eftir að upp komst um samband hennar og Kennedy, sem þau höfðu átt í meðan hún fjallaði um framboð hans. Kennedy, eins og frægt er, bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðastliðnar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en var ekki valinn frambjóðandi flokksins. Þá bauð hann sig fram sem óháður, en dró framboðið til baka á lokametrunum og studdi Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, sem bar svo sigur úr býtum í kosningunum í fyrra. Frá því í febrúar hefur Kennedy gegnt embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Trump. Amerískt gljúfur Skömmu eftir að Nuzzi fór í leyfi var greint frá því að hún hefði lokið störfum hjá New York. Jafnframt var greint frá sambandsslitum hennar og blaðamannsins Ryan Lizza. Það er hann sem birtir áðurnefnt ástarljóð Kennedy sem skrifað er til Nuzzi, en hann hefur undanfarið birt á heimasíðu sinni kafla um framhjáhald unnustunnar. Ljóðið, sem Lizza gefur nafnið Amerískt gljúfur, er á þessa leið í íslenskri þýðingu: „Opinn munnur þinn bíður uppskeru minnar. Drekktu úr mér, elskan. Ég hyggst kreista á þér kinnarnar til að þvinga munninn þinn til að opnast. Ég skal halda um nef þitt meðan þú lítur upp til mín, og hvet þig til að kyngja. „Ekki láta dropa fara til spillis.“ Ég er fljót. Þú ert gljúfrið mitt. Ég ætla að flæða í gegnum þig. Ég ætla að yfirbuga þig og temja. Ástin mín.“ Eftir að ljóðið birtist opinberlega á dögunum hafa álitsgjafar vestanhafs keppst um að ræða hversu vandræðalegt og óþægilegt það sé. Segir annað ekki birtingarhæft Lizza segir Kennedy hafa skrifað Nuzzi fleira sem ekki væri birtingarhæft. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki verið settur í þessa stöðu, að ég þyrfti ekki að skrifa um þetta, að ég þyrfti ekki að niðurlægja sjálfan mig, mína nánustu, og valda einkalífi mínu skaða,“ segir hann jafnframt. Hann vill þó meina að hann hafi séð sig knúinn til að greina frá sambandi þeirra þar sem Kennedy sé í dag einn valdamesti maður Bandaríkjanna, og hann sé sá eini fyrir utan þau tvö sem viti af sambandi þeirra. Robert F. Kennedy hefur verið í ríkisstjórn Donalds Trump frá því í febrúar.Getty Það er þó ekki bara samband Nuzzi við Kennedy sem Lizza fjallar um, heldur vill hann meina að hún hafi líka haldið fram hjá sér með fleiri mönnum, þar á meðal með Mark Sanford, fyrrverandi ríkisstjóra Suður Karólínuríkis. Þar að auki er sjálfsævisaga Nuzzi á leiðinni. Kaflar úr henni hafa verið birtir í fjölmiðlum, en þar viðurkennir hún að hafa átt í tilfinningalegu sambandi við Kennedy, en vill meina að umfjöllun hennar um hann hafi ekki orðið fyrir áhrifum af því. Ljóðlist Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Umrædd blaðakona, Olivia Nuzzi, starfaði um árabil hjá tímaritinu New York. Síðasta haust var greint frá því að hún væri komin í leyfi frá störfum eftir að upp komst um samband hennar og Kennedy, sem þau höfðu átt í meðan hún fjallaði um framboð hans. Kennedy, eins og frægt er, bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðastliðnar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en var ekki valinn frambjóðandi flokksins. Þá bauð hann sig fram sem óháður, en dró framboðið til baka á lokametrunum og studdi Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, sem bar svo sigur úr býtum í kosningunum í fyrra. Frá því í febrúar hefur Kennedy gegnt embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Trump. Amerískt gljúfur Skömmu eftir að Nuzzi fór í leyfi var greint frá því að hún hefði lokið störfum hjá New York. Jafnframt var greint frá sambandsslitum hennar og blaðamannsins Ryan Lizza. Það er hann sem birtir áðurnefnt ástarljóð Kennedy sem skrifað er til Nuzzi, en hann hefur undanfarið birt á heimasíðu sinni kafla um framhjáhald unnustunnar. Ljóðið, sem Lizza gefur nafnið Amerískt gljúfur, er á þessa leið í íslenskri þýðingu: „Opinn munnur þinn bíður uppskeru minnar. Drekktu úr mér, elskan. Ég hyggst kreista á þér kinnarnar til að þvinga munninn þinn til að opnast. Ég skal halda um nef þitt meðan þú lítur upp til mín, og hvet þig til að kyngja. „Ekki láta dropa fara til spillis.“ Ég er fljót. Þú ert gljúfrið mitt. Ég ætla að flæða í gegnum þig. Ég ætla að yfirbuga þig og temja. Ástin mín.“ Eftir að ljóðið birtist opinberlega á dögunum hafa álitsgjafar vestanhafs keppst um að ræða hversu vandræðalegt og óþægilegt það sé. Segir annað ekki birtingarhæft Lizza segir Kennedy hafa skrifað Nuzzi fleira sem ekki væri birtingarhæft. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki verið settur í þessa stöðu, að ég þyrfti ekki að skrifa um þetta, að ég þyrfti ekki að niðurlægja sjálfan mig, mína nánustu, og valda einkalífi mínu skaða,“ segir hann jafnframt. Hann vill þó meina að hann hafi séð sig knúinn til að greina frá sambandi þeirra þar sem Kennedy sé í dag einn valdamesti maður Bandaríkjanna, og hann sé sá eini fyrir utan þau tvö sem viti af sambandi þeirra. Robert F. Kennedy hefur verið í ríkisstjórn Donalds Trump frá því í febrúar.Getty Það er þó ekki bara samband Nuzzi við Kennedy sem Lizza fjallar um, heldur vill hann meina að hún hafi líka haldið fram hjá sér með fleiri mönnum, þar á meðal með Mark Sanford, fyrrverandi ríkisstjóra Suður Karólínuríkis. Þar að auki er sjálfsævisaga Nuzzi á leiðinni. Kaflar úr henni hafa verið birtir í fjölmiðlum, en þar viðurkennir hún að hafa átt í tilfinningalegu sambandi við Kennedy, en vill meina að umfjöllun hennar um hann hafi ekki orðið fyrir áhrifum af því.
Ljóðlist Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira