Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 16:39 Steinar Sverrisson hefur verið leiðsögumaður í yfir 25 ár. Samsett Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira