Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2025 20:01 Stelpurnar okkar hafa staðið sig mjög vel á mótinu en mæta vonandi ekki saddar í milliriðilinn. EPA/RONALD WITTEK Stelpurnar okkar gengu fagmannlega frá síðasta leik riðlakeppninnar á HM og eiga góða möguleika á fleiri sigrum í milliriðlinum. Vitað var fyrirfram að Ísland myndi vinna Úrúgvæ og fjórtán stiga sigur skilaði sér að lokum eftir flotta byrjun í fyrri hálfleik og ágætis áframhald í seinni hálfleik. Einu áhyggjurnar voru þær að tapið gegn Serbíu myndi sitja illa í liðinu og gera stelpurnar litlar í sér en okkur konur mættu með kassann út. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og lögðu sitt af mörkum, álagið dreifðist vel og engin ætti að vakna úrvinda fyrir ferðalagið í fyrramálið. Ánægulegt var að sjá þær sem hafa lítið spilað spretta úr spori og svo átti fyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir sinn besta leik á mótinu, mikilvægt að hún mæti í milliriðilinn í jafn góðu stuði og Elín-urnar hafa verið í. Thea Imani Sturludóttir komst líka í mjög góðan takt og þrusaði svoleiðis á úrúgvæska markmanninn. Skotin hennar eru óstöðvandi ef sóknin nær að stilla vel upp fyrir hana. Andrea Jacobsen spilaði ekki í dag, eins og hún stefndi á að gera, en hefur verið skráð til leiks á HM og gæti komið inn í næsta leik. Hún væri mjög öflugur liðsstyrkur, við lið sem hefur staðið sig stórvel á mótinu og sýnt mjög góðar frammistöður. Yfirlýstu markmiði mótsins er náð, nú þarf að setja ný. Ísland mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum í næstu leikjum og ofureinföld íþróttastærðfræði segir okkur að sigurlíkurnar eru heilmiklar. Ísland vann Færeyjar í síðasta leik fyrir HM, Færeyjar unnu síðan Spán í riðlakeppninni og Spánn vann Svartfjallaland í dag. Það getur allt gerst. Þar með er alls ekki sagt að Ísland eigi eftir að vinna alla leiki og komast áfram í átta liða úrslit. Það er mjög ólíklegt að þetta unga og reynslulitla lið gerist svo öflugt, en riðlakeppnin kennir okkur að það býr hellings góður handbolti og mikill karakter í stelpunum okkar. Landsliðsþjálfarinn hefur margoft talað um langtímaverkefnið, vegferðina sem þetta lið er á og uppbygginguna sem á eftir að eiga sér stað næstu árin. Nú verða vonir bundnar við að liðið stígi enn eitt framfaraskrefið og þó að markmiðinu sé náð, að þá verði fagnað oftar en einu sinni á þessu móti, það er allavega dauðafæri á því. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Vitað var fyrirfram að Ísland myndi vinna Úrúgvæ og fjórtán stiga sigur skilaði sér að lokum eftir flotta byrjun í fyrri hálfleik og ágætis áframhald í seinni hálfleik. Einu áhyggjurnar voru þær að tapið gegn Serbíu myndi sitja illa í liðinu og gera stelpurnar litlar í sér en okkur konur mættu með kassann út. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og lögðu sitt af mörkum, álagið dreifðist vel og engin ætti að vakna úrvinda fyrir ferðalagið í fyrramálið. Ánægulegt var að sjá þær sem hafa lítið spilað spretta úr spori og svo átti fyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir sinn besta leik á mótinu, mikilvægt að hún mæti í milliriðilinn í jafn góðu stuði og Elín-urnar hafa verið í. Thea Imani Sturludóttir komst líka í mjög góðan takt og þrusaði svoleiðis á úrúgvæska markmanninn. Skotin hennar eru óstöðvandi ef sóknin nær að stilla vel upp fyrir hana. Andrea Jacobsen spilaði ekki í dag, eins og hún stefndi á að gera, en hefur verið skráð til leiks á HM og gæti komið inn í næsta leik. Hún væri mjög öflugur liðsstyrkur, við lið sem hefur staðið sig stórvel á mótinu og sýnt mjög góðar frammistöður. Yfirlýstu markmiði mótsins er náð, nú þarf að setja ný. Ísland mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum í næstu leikjum og ofureinföld íþróttastærðfræði segir okkur að sigurlíkurnar eru heilmiklar. Ísland vann Færeyjar í síðasta leik fyrir HM, Færeyjar unnu síðan Spán í riðlakeppninni og Spánn vann Svartfjallaland í dag. Það getur allt gerst. Þar með er alls ekki sagt að Ísland eigi eftir að vinna alla leiki og komast áfram í átta liða úrslit. Það er mjög ólíklegt að þetta unga og reynslulitla lið gerist svo öflugt, en riðlakeppnin kennir okkur að það býr hellings góður handbolti og mikill karakter í stelpunum okkar. Landsliðsþjálfarinn hefur margoft talað um langtímaverkefnið, vegferðina sem þetta lið er á og uppbygginguna sem á eftir að eiga sér stað næstu árin. Nú verða vonir bundnar við að liðið stígi enn eitt framfaraskrefið og þó að markmiðinu sé náð, að þá verði fagnað oftar en einu sinni á þessu móti, það er allavega dauðafæri á því.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira