Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:02 Hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög safna upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks samkvæmt svari mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Rakel Ósk Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði. Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði.
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira