Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. desember 2025 10:48 Sabrina Carpenter vill ekki að ICE noti tónlist hennar undir myndbönd af útsendurum stofnunarinnar tækla fólk á flótta. Getty Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi. Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna Bandaríkjanna (ICE) birti á þriðjudag myndband á X (Twitter) af útsendurum þess að elta uppi fólk á flótta, tækla og handtaka það. Við myndbandið stóð „Have you ever tried this one?“ eða „Hefurðu einhvern tímann prófað þennan?“ sem er lína úr laginu „Juno“ með Sabrinu Carpenter. Poppstjörnunni var greinilega gert viðvart um að tónlist hennar væri notuð í myndbandinu því Carpenter svaraði færslunni á eigin aðgangi: „Þetta myndband er illt og ógeðslegt. Aldrei nota mig eða mína tónlist í þágu ykkar ómannúðlegu stefnu.“ Have you ever tried this one? Bye-bye 👋😍 pic.twitter.com/MS9OJKjVdX— The White House (@WhiteHouse) December 1, 2025 „Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur“ Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sendi fjölmiðlum vestanhafs nokkuð hæðnislega tilkynningu þar sem brugðist var við skrifum Carpenter. „Hér eru stutt og sæt skilaboð fyrir Sabrinu Carpenter: við biðjumst ekki afsökunar á því að brottvísa hættulegum glæpsamlegum ólöglegum morðingjum, nauðgurum og barnaperrum úr landinu okkar. Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur, eða er það tregur?“ Tilkynningin inniheldur tvær hæðnislegar vísanir í tónlist söngkonunnar, annars vegar hefst hún á vísun í plötuna Short n' Sweet og svo eru lokaorðin fengin úr laginu „Manchild“. Carpenter hefur ekki enn brugðist við þessari eitruðu pillu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem tónlistarmenn mótmæla notkun Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans á tónlist þeirra. Kenny Loggins krafðist þess í október að lag hans „Danger Zone“ yrði fjarlægt úr gervigreindarmyndbandi sem Trump birti á Truth Social af sjálfum sér með kórónu í herþotu að varpa kúk yfir mótmælendur. Aðrir tónlistarmenn sem hafa mótmælt notkun Trump á tónlist þeirra eru Pharrell, Adele, Guns N’ Roses, Aerosmith, Neil Young, Rihanna, Ozzy Osbourne, Nickelback, Linkin Park, the Rolling Stones, Village People, Panic! at the Disco, Queen og R.E.M. Tónlist Bandaríkin Donald Trump Landamæri Hollywood Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna Bandaríkjanna (ICE) birti á þriðjudag myndband á X (Twitter) af útsendurum þess að elta uppi fólk á flótta, tækla og handtaka það. Við myndbandið stóð „Have you ever tried this one?“ eða „Hefurðu einhvern tímann prófað þennan?“ sem er lína úr laginu „Juno“ með Sabrinu Carpenter. Poppstjörnunni var greinilega gert viðvart um að tónlist hennar væri notuð í myndbandinu því Carpenter svaraði færslunni á eigin aðgangi: „Þetta myndband er illt og ógeðslegt. Aldrei nota mig eða mína tónlist í þágu ykkar ómannúðlegu stefnu.“ Have you ever tried this one? Bye-bye 👋😍 pic.twitter.com/MS9OJKjVdX— The White House (@WhiteHouse) December 1, 2025 „Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur“ Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sendi fjölmiðlum vestanhafs nokkuð hæðnislega tilkynningu þar sem brugðist var við skrifum Carpenter. „Hér eru stutt og sæt skilaboð fyrir Sabrinu Carpenter: við biðjumst ekki afsökunar á því að brottvísa hættulegum glæpsamlegum ólöglegum morðingjum, nauðgurum og barnaperrum úr landinu okkar. Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur, eða er það tregur?“ Tilkynningin inniheldur tvær hæðnislegar vísanir í tónlist söngkonunnar, annars vegar hefst hún á vísun í plötuna Short n' Sweet og svo eru lokaorðin fengin úr laginu „Manchild“. Carpenter hefur ekki enn brugðist við þessari eitruðu pillu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem tónlistarmenn mótmæla notkun Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans á tónlist þeirra. Kenny Loggins krafðist þess í október að lag hans „Danger Zone“ yrði fjarlægt úr gervigreindarmyndbandi sem Trump birti á Truth Social af sjálfum sér með kórónu í herþotu að varpa kúk yfir mótmælendur. Aðrir tónlistarmenn sem hafa mótmælt notkun Trump á tónlist þeirra eru Pharrell, Adele, Guns N’ Roses, Aerosmith, Neil Young, Rihanna, Ozzy Osbourne, Nickelback, Linkin Park, the Rolling Stones, Village People, Panic! at the Disco, Queen og R.E.M.
Tónlist Bandaríkin Donald Trump Landamæri Hollywood Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira