Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:44 Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ætla ekki að framlengja skipun skólameistara Borgarholtsskóla. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. „Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira