Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2025 09:12 „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að skapa upplifanir sem skilja eftir sig góðar minningar," segir Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon en fyrirtækið er nýliði á lista creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Sky Lagoon er eitt þeirra fyrirtækja sem stekkur nýtt inn á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki í ár. Baðlónið var opnað á Kársnesinu í Kópavogi á vormánuðum 2021 í miðjum heimsfaraldri. Aðdragandinn spannaði yfir áratug en að baki lóninu liggur mikil hönnunarvinna þegar kemur að upplifun gesta. Segja má að lónið hafi slegið í gegn frá fyrsta degi og þúsundir gesta, innlendra sem erlendra heimsækja lónið í hverjum mánuði. Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon er stolt af því að teljast Framúrskarandi fyrirtæki 2025. „Viðurkenningunni fylgir mikil ánæga og stolt fyrir allt Sky Lagoon teymið. Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ungt höfum við byggt upp rekstur sem stendur á traustum grunni. Það sem hefur gert þetta mögulegt er metnaðurinn, fagmennskan og samheldnin sem einkennir teymið okkar. Þessi árangur er þeirra og fyrir mig eru það forréttindi að fá að vinna með svona einstöku fólki sem leggur sig fram við allt sem það tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga María. Skýr sýn á sameiginleg markmið drífi árangur fyrirtækisins áfram. „Við höfum lagt mikla áherslu á að gera hlutina vel frá upphafi með skýrum ferlum og sterku, faglegu teymi sem vinnur saman af metnaði og ábyrgð. Við höfum öll sama markmiðið og vinnum stöðugt að því að skapa upplifun sem er einstök fyrir gesti okkar, ásamt því að móta vinnuumhverfi þar sem fólki líður vel, finnur tilgang og fær að vaxa. Það er okkur hjartans mál að bjóða upp á gott aðgengi svo öll geti notið þess sem Sky Lagoon hefur upp á að bjóða. Jafnframt er okkur mjög umhugað um sjálfbærni og umhverfismál, með það að leiðarljósi að starfsemi okkar hafi jákvæð áhrif til framtíðar fyrir öll.“ Helga María tók við stjórnartaumunum í fyrirtækinu árið 2023 og hefur því náð frábærum árangri á skömmum tíma. Hún hefur mikla reynslu af upplifunarferðaþjónustu og hafði heillast af Sky Lagoon um leið og það var opnað. Markmið mín þegar ég byrjaði hér voru skýr, að tryggja sjálfbæran vöxt og halda vel utan um upplifun gesta og teymisins. Helstu áherslurnar hafa verið að styrkja innri ferla og að skapa lærdómsmenningu sem byggir á samvinnu og þjálfun. Við höfum skýra framtíðarsýn sem er vegvísir í öllu sem við gerum.“ „Áður en ég gekk til liðs við Sky Lagoon starfaði ég sem framkvæmdastjóri hjá FlyOver Iceland í nokkur ár. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að skapa upplifanir sem skilja eftir sig góðar minningar. Sky Lagoon hefur heillað mig frá upphafi, þetta er einstakur staður sem skapar rými fyrir fólk til að finna ró og tengingu við náttúruna og ég er ótrúlega þakklát að hafa tekið þetta skref.“ Sky Lagoon er orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum landsins, bæði meðal ferðamanna og Íslendinga. Helga segir samspil margra hluta skýra vinsældirnar, gestir upplifi ró og einstaka stemningu. „Ég held að það sé blanda af staðsetningunni, náttúrunni, fallegri hönnun og því hvernig við nálgumst upplifunina. Við viljum að hver gestur finni fyrir ró, tengingu við náttúruna og fái eitthvað sem er eingöngu að finna hér. Og svo er það fólkið okkar, það er það sem skapar stemninguna og gerir upplifunina einstaka. „Frá opnun höfum við lært mikið, staldrað reglulega við, hlustað og unnið að því að bæta það sem betur má fara. Það sem stendur upp úr er stækkun á Skjól sem hýsir sjö skrefa ritúalið, sem við opnuðum í fyrra og hefur hlotið frábærar viðtökur. Í endurgjöf gesta hefur aftur og aftur komið fram að þessi hluti upplifunarinnar sé hjartað í Sky Lagoon,” útskýrir Helga. Og framtíðarmarkmiðin eru skýr „Við höldum áfram að hlusta og vanda okkur í öllu sem við gerum gagnvart gestum, starfsfólki og umhverfinu. Jafnframt munum við leggja okkar af mörkum til að upphefja íslenska baðmenningu og tungu og stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Ferðaþjónusta Sky Lagoon Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Sjá meira
Segja má að lónið hafi slegið í gegn frá fyrsta degi og þúsundir gesta, innlendra sem erlendra heimsækja lónið í hverjum mánuði. Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon er stolt af því að teljast Framúrskarandi fyrirtæki 2025. „Viðurkenningunni fylgir mikil ánæga og stolt fyrir allt Sky Lagoon teymið. Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ungt höfum við byggt upp rekstur sem stendur á traustum grunni. Það sem hefur gert þetta mögulegt er metnaðurinn, fagmennskan og samheldnin sem einkennir teymið okkar. Þessi árangur er þeirra og fyrir mig eru það forréttindi að fá að vinna með svona einstöku fólki sem leggur sig fram við allt sem það tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga María. Skýr sýn á sameiginleg markmið drífi árangur fyrirtækisins áfram. „Við höfum lagt mikla áherslu á að gera hlutina vel frá upphafi með skýrum ferlum og sterku, faglegu teymi sem vinnur saman af metnaði og ábyrgð. Við höfum öll sama markmiðið og vinnum stöðugt að því að skapa upplifun sem er einstök fyrir gesti okkar, ásamt því að móta vinnuumhverfi þar sem fólki líður vel, finnur tilgang og fær að vaxa. Það er okkur hjartans mál að bjóða upp á gott aðgengi svo öll geti notið þess sem Sky Lagoon hefur upp á að bjóða. Jafnframt er okkur mjög umhugað um sjálfbærni og umhverfismál, með það að leiðarljósi að starfsemi okkar hafi jákvæð áhrif til framtíðar fyrir öll.“ Helga María tók við stjórnartaumunum í fyrirtækinu árið 2023 og hefur því náð frábærum árangri á skömmum tíma. Hún hefur mikla reynslu af upplifunarferðaþjónustu og hafði heillast af Sky Lagoon um leið og það var opnað. Markmið mín þegar ég byrjaði hér voru skýr, að tryggja sjálfbæran vöxt og halda vel utan um upplifun gesta og teymisins. Helstu áherslurnar hafa verið að styrkja innri ferla og að skapa lærdómsmenningu sem byggir á samvinnu og þjálfun. Við höfum skýra framtíðarsýn sem er vegvísir í öllu sem við gerum.“ „Áður en ég gekk til liðs við Sky Lagoon starfaði ég sem framkvæmdastjóri hjá FlyOver Iceland í nokkur ár. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að skapa upplifanir sem skilja eftir sig góðar minningar. Sky Lagoon hefur heillað mig frá upphafi, þetta er einstakur staður sem skapar rými fyrir fólk til að finna ró og tengingu við náttúruna og ég er ótrúlega þakklát að hafa tekið þetta skref.“ Sky Lagoon er orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum landsins, bæði meðal ferðamanna og Íslendinga. Helga segir samspil margra hluta skýra vinsældirnar, gestir upplifi ró og einstaka stemningu. „Ég held að það sé blanda af staðsetningunni, náttúrunni, fallegri hönnun og því hvernig við nálgumst upplifunina. Við viljum að hver gestur finni fyrir ró, tengingu við náttúruna og fái eitthvað sem er eingöngu að finna hér. Og svo er það fólkið okkar, það er það sem skapar stemninguna og gerir upplifunina einstaka. „Frá opnun höfum við lært mikið, staldrað reglulega við, hlustað og unnið að því að bæta það sem betur má fara. Það sem stendur upp úr er stækkun á Skjól sem hýsir sjö skrefa ritúalið, sem við opnuðum í fyrra og hefur hlotið frábærar viðtökur. Í endurgjöf gesta hefur aftur og aftur komið fram að þessi hluti upplifunarinnar sé hjartað í Sky Lagoon,” útskýrir Helga. Og framtíðarmarkmiðin eru skýr „Við höldum áfram að hlusta og vanda okkur í öllu sem við gerum gagnvart gestum, starfsfólki og umhverfinu. Jafnframt munum við leggja okkar af mörkum til að upphefja íslenska baðmenningu og tungu og stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Ferðaþjónusta Sky Lagoon Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Sjá meira