Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 5. desember 2025 09:02 Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Á meðan sitja foreldrarnir heima hinum megin við símann og bíða eftir því að fá símtal um að loksins sé komið pláss fyrir barnið þeirra á leikskóla. Foreldrar barna með fötlun bíða eftir þjónustu sem þau eiga skýlausan lagalegan rétt á – þjónustu sem á að vera grundvallarstoð, ekki eitthvað sem hægt er að „komast í síðar“. Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman. Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi. Þetta eru málin sem skipta okkur máli. Ekki lýsing í skrifstofuhúsnæði. Ekki parket. Ekki snagar. Ekki skemmtiatriði á árshátíð og ekki listaverk við Eldfellið. Heldur að börnin okkar fái þjónustu. Að fatlaðir einstaklingar fái það sem þeim er lofað. Að foreldrar í Vestmannaeyjum geti sinnt vinnu sinni án þess að þurfa stöðugt að vega og meta hvort kerfið standi með þeim eða móti þeim. Það er enginn að halda því fram að bærinn megi aldrei fegra umhverfi sitt – en þegar um er að ræða fjármuni bæjarbúa ber að sýna ábyrgð. Stjórnendur eru ekki að versla fyrir sjálfa sig; þeir eru að versla fyrir samfélagið allt. Við verðum að þora að ræða þessi mál, jafnvel þótt umræðan geti verið óþægileg. Ef þeir sem sjá að eitthvað er ekki í lagi þegja, hver á þá að stíga fram? Það má ekki vera þannig að fólk óttist gagnrýni eða ávirðingar fyrir að benda á það sem betur má fara. Vestmannaeyjabær þarf að endurskoða forgangsröðun sína. Börnin okkar og þeir sem þurfa mestan stuðning eiga ávallt að koma á undan nýjum innréttingum og útlitslagfæringum. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft – aðeins að grunnþjónustan sé tryggð áður en ráðist er í fínheitin. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Á meðan sitja foreldrarnir heima hinum megin við símann og bíða eftir því að fá símtal um að loksins sé komið pláss fyrir barnið þeirra á leikskóla. Foreldrar barna með fötlun bíða eftir þjónustu sem þau eiga skýlausan lagalegan rétt á – þjónustu sem á að vera grundvallarstoð, ekki eitthvað sem hægt er að „komast í síðar“. Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman. Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi. Þetta eru málin sem skipta okkur máli. Ekki lýsing í skrifstofuhúsnæði. Ekki parket. Ekki snagar. Ekki skemmtiatriði á árshátíð og ekki listaverk við Eldfellið. Heldur að börnin okkar fái þjónustu. Að fatlaðir einstaklingar fái það sem þeim er lofað. Að foreldrar í Vestmannaeyjum geti sinnt vinnu sinni án þess að þurfa stöðugt að vega og meta hvort kerfið standi með þeim eða móti þeim. Það er enginn að halda því fram að bærinn megi aldrei fegra umhverfi sitt – en þegar um er að ræða fjármuni bæjarbúa ber að sýna ábyrgð. Stjórnendur eru ekki að versla fyrir sjálfa sig; þeir eru að versla fyrir samfélagið allt. Við verðum að þora að ræða þessi mál, jafnvel þótt umræðan geti verið óþægileg. Ef þeir sem sjá að eitthvað er ekki í lagi þegja, hver á þá að stíga fram? Það má ekki vera þannig að fólk óttist gagnrýni eða ávirðingar fyrir að benda á það sem betur má fara. Vestmannaeyjabær þarf að endurskoða forgangsröðun sína. Börnin okkar og þeir sem þurfa mestan stuðning eiga ávallt að koma á undan nýjum innréttingum og útlitslagfæringum. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft – aðeins að grunnþjónustan sé tryggð áður en ráðist er í fínheitin. Höfundur er smiður.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun