Fótbolti

Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé hefur verið í miklu markastuði með Real Madrid á þessu tímabili og nú er met í hættu.
Kylian Mbappé hefur verið í miklu markastuði með Real Madrid á þessu tímabili og nú er met í hættu. Getty/Pedro Loureiro

Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur raðað inn mörkum að undanförnu og nálgast nú óðum markamet hjá Real Madrid.

Margir magnaðir markaskorarar hafa spilað fyrir Real Madrid en nú er Mbappé kominn upp í hóp sem Cristiano Ronaldo einokaði áður.

Við erum að tala um topplistann yfir flest mörk fyrir Real Madrid á einu almanaksári.

Mbappé hefur skorað 55 mörk í öllum keppnum fyrir Real Madrid og vantar aðeins fjögur mörk til að jafna og fimm mörk til að bæta met Ronaldo.

Met Ronaldo er frá árinu 2013 þegar hann skoraði 59 mörk fyrir Real Madrid og ári áður skoraði hann 58 mörk. Árið eftir skoraði Ronaldo 56 mörk. Þetta eru þrjú efstu markaárin hjá einum leikmanni Real Madrid.

Mbappé er þegar kominn með sextán deildarmörk í fimmtán leikjum og níu Meistaradeildarmörk í fimm leikjum á þessu tímabili. Hann hefur skorað tvöfalt fleiri deildarmörk en næsti maður á lista.

Hann er þannig kominn með 25 mörk í aðeins 18 leikjum í þessum tveimur keppnum sem er mögnuð tölfræði.

Hann er þannig kominn með 25 mörk í aðeins 18 leikjum í þessum tveimur keppnum sem er mögnuð tölfræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×