Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 09:04 Salah fékk ekki að stíga á völlinn í leik gærkvöldsins og lýsti yfir óánægju sinni eftir leik. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“ Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira