Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. desember 2025 07:01 Steinar Þór Ólafsson, samskiptasérfræðingur, segir að mögulega þurfum við að fara að tala um samfélagsmiðla annars vegar og samskiptamiðla hins vegar. Notkunin okkar hefur breyst mikið enda 80-90% af efninu sem við horfum á myndbönd sem tengjast vinum og vandamönnum ekki neitt. Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt annað en að hlæja þegar Steinar Þór Ólafsson, samskiptasérfræðingur, rifjar upp árdaga Facebook. Þegar við birtum færslur um svo hversdagslega litla hluti að það að fara í bakaríið varð tilefni til að pósta færslu um bakarísferðina! Síðan tók við ákveðið blómatímabil í færslum. Bæði á Facebook og Instagram. „Þá fórum við í frí og birtum síðan fullt af myndum úr fríinu fyrir alla að sjá. En við gerðum þetta á mjög náttúrulegan hátt. Fórum til Barcelona og skelltum síðan inn 40 myndum úr ferðinni í albúm á Facebook!“ segir Steinar og hlær. Í dag er öldin önnur. Því fólk notar enn samfélagsmiðla mikið, jafnvel fleiri og lengur en áður. Fæstir birta jafn mikið af færslum eða myndum og áður. Margir jafnvel ekkert. Algrími samfélagsmiðlana stýrir hér ferðinni að mestu. Og nýjungar í algríminu; Umbunarkerfið hefur breyst! En hver þá staðan og hvert stefnir notkunin okkar? Við getum öll hlegið af færslum sem við birtum á Facebook í árdaga þess samfélagsmiðils. Hér nokkrar góðar frá Steinari, mjög dæmigerðar fyrir færslur eins og við vorum að birta þær þá; fréttir fyrir vini og vandamenn úr daglega lífinu okkar. Þróunin: Af sem áður var… Til að setja hlutina í samhengi, er Steinar fæddur árið 1988, verður 37 ára í vikunni og tilheyrir því þeirri kynslóð sem hefur verið á samfélagsmiðlum alla sína fullorðinstíð. „Mig minnir að ég hafi verið að stofna Facebook aðganginn minn um svipað leyti og ég var að útskrifast úr menntaskóla.“ Þá þegar búinn að vera á Myspace og mIRCinu, sem var ákveðin bylgja fyrir tíma Facebook. Nokkrum árum síðar stofnaði Steinar Instagram aðganginn sinn. Sem var aðeins öðruvísi en Facebook því þar var fólk eingöngu að birta myndir, en ekki stöðufærslur eins og á Facebook. „Um tíma varð ég meira að segja svona súper-user, var með níu þúsund fylgjendur á Instagram.“ Sem Steinar segir að hafi líka verið vegna starfa sinna og starfsframa. „Ég taldi mig ekki geta verið sérfræðingur í markaðsmálum eða samfélagsmiðlum, án þess að geta sýnt í verki að ég gæti sjálfur náð árangri á þeim.“ Notkunin hjá Steinari hefur breyst töluvert síðan þetta var. Til dæmis hefur hann aðeins birt eina færslu á Instagram allt þetta ár. „Það var úr útilegu í sumar.“ Vinnutengt notar Steinar LinkedIn mikið. En meira að segja þar dregur úr. „Ég hef skrifað 40% færri færslur á LinkedIn á þessu ári en síðustu 5 ár,“ segir einmitt í færslu á LinkedIn sem Steinar birti þar fyrir stuttu. Þar sem hann velti fyrir sér þróuninni og birti mynd til rökstuðnings, frá umfjöllun Financial Times sem sýnir hratt minnkandi notkun fólks á samfélagsmiðlum til að fylgjast með vinum og vandamönnum eða deila skoðunum sínum. Þróunin upp á við er hins vegar að fylgjast með öðru efni. „Fyrir ekki svo löngu, þurftu forsvarsmenn Meta að leggja fram gögn fyrir dómstóla í Bandaríkjunum um hvaða efni fólk væri mest að fylgjast með á samfélagsmiðlunum þeirra, sem eru Facbook og Instagram,“ segir Steinar og bætir við: Gögnin sýna að 80-90% af því efni eru myndbönd sem fólk er að horfa á en tengjast vinum og vandamönnum þeirra ekki neitt. Á Facebook eru myndir og færslur frá vinum og vandamönnum um 17% af því efni sem fólk er að skoða. Á Instagram er þetta hlutfall bara 7%.“ Það er þrælfyndið að rifja upp árdaga Facebook með Steinari. En áhugavert að sama skapi að heyra hann lýsa því hvernig breytt módel samfélagsmiðlana hefur í raun stýrt því hvernig við höfum sjálf breytt notkuninni okkar.Vísir/Vilhelm Erum eins og hundar Pavlovs Steinar segir að í raun hafi notkunin okkar verið að breytast í samræmi við það sem samfélagsmiðlunum hentar best í þeirra tekjusköpun. Þar sem auglýsingamódelið þeirra byggir á að við séum að nota samfélagsmiðlana í sem lengstan tíma. „Og það segir sig sjálft að við erum lengur að horfa á myndbönd en eina og eina mynd.“ Algrími samfélagsmiðlana umbunar okkur misjafnlega eftir því hvað við gerum og setjum á miðlana og frá upphafi hafi samfélagsmiðlar byggt á hvatakerfi sem við mannfólkið eltum. „Okkur langar auðvitað að trúa því að við séum orðin svo þróuð og vel upplýst að við séum að stjórna okkur sjálf. En þegar betur er gáð, kemur í ljós að við erum í raun eins og hundar Pavlovs; við lærum að bregðast við á ákveðinn hátt og í samræmi við það hvernig umbunarkerfi miðlana þróast.“ Sem þýðir þá að við gerum það sem virkar best fyrir like og komment. „Færslur úr okkar persónulega lífi í dag eru ekki að fá þessa umbun eins og kannski var í upphafi. Nú eru það helst mjög stórir viðburðir eins og brúðkaup eða ástvinamissir sem fá þessi viðbrögð að fólk sé að fá mikið af like-s eða comment,“ segir Steinar. „Þess vegna erum við ekki lengur að setja inn færslur og myndir eins og við gerðum kannski áður. Viðbrögðin eru einfaldlega orðin svo lítil við þannig efni að okkur finnst ekki lengur viðeigandi að birta efni sem við birtum fyrir nokkrum árum síðan.“ Við erum hins vegar, eins og gögn Meta sýna, að horfa á myndbönd frá aðilum sem vekja kátínu okkar eða gleði, minna okkur á eitthvað og svo framvegis. „Fyrst breyttu samfélagsmiðlarnir úr myndbirtingum í myndbönd. Síðan kom Tik Tok með nýjung í sínu algrími sem virkaði öðruvísi en hinna samfélagsmiðlanna að því leytinu til að þú þarft ekki lengur að velja hvað þú hefur áhuga á, algrímið einfaldlega finnur út úr því hvers konar efni þú vilt sjá út frá hegðun þinni.“ Dæmi: Þú sérð myndband með trompetleikara sem spilar jazz tónlist sem þú horfir á í heild en síðan færðu líka myndband af innanhúshönnun sem þú horfir ekki á nema í 2 sekúndur. Algrímið veit þar af leiðandi að það er betra að birta fleiri myndbönd fyrir þig sem eru í líkingu við trompetleikarann frekar en af innanhúshönnun til að halda þér lengur á Tik Tok í einu. „Í stuttu máli má segja að andrúmsloftið á samfélagsmiðlunum hafi breyst úr því að vera að fylgjast með lífi vina og vandamanna í að horfa á þá afþreyingu sem við höfum mest áhuga á.“ Samfélagsmiðlar og samskiptamiðlar eru kannski orðnir tveir ólíkir hlutir. Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok skrollar fólk og horfir á myndbönd en deilir ekki neinu sjálft en samskiptamiðlar eru til dæmis eins og Snapchat eða Signal sem fólk notar til að vera í samskiptum við aðra.“ Mjög vinsælt er að fylgjast með litlum seríum á samfélagsmiðlum og nefnir Steinar sem dæmi tvo aðila; annan frægan golfara en hinn áður óþekktan aðdáanda Manchester United. Sem fólk fór að fylgjast með daglega í langan tíma, eins og lítilli sjónvarpsseríu. Litlar sjónvarpsseríur Steinar segir erfitt að tala eingöngu um áhrifavalda og samfélagsmiðla, því á ensku er bæði talað um áhrifavalda, e. influencer, en líka efnisframleiðendur, e. content creator. Og nú er svo komið, að alls kyns litlar sjónvarpsseríur eru að auka vinsældir sínar. Þar sem fólk er að fylgjast með einhverjum sérstökum seríum ekki ósvipað og við höfum gert í sjónvarpi í áratugi. Þetta geta þá verið seríur frá bæði frægu fólki og venjulegu þar sem ákveðinn rauður þráður er í gegnum mörg myndbönd sem fólk verður áhugasamt um og vill fylgjast með. Steinar nefnir dæmi: „Bryson DeChambeau er moldríkur golfari með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fyrr á þessu ári fór af stað sería þar sem hann sló golfkúlu yfir risastóra húsið sitt daglega, allt þar til hann náði holu í höggi á golfflöt sem er í garðinum hjá honum.“ Milljónir manna fylgdust með því á hverjum degi, hvernig honum gekk. Eða allt þar til hola í höggi náðist á degi 16, sem 14 milljónir sáu á Tik Tok. „Annað dæmi er gaur í Bretlandi sem er aðdáandi Manchester United og tilkynnti fyrir rúmu ári að hann ætlaði ekki að klippa á sér hárið fyrr en liðið myndi sigra fimm leiki í röð. En þar sem þeim hefur ekki gengið sem skyldi, er hann kominn með risastórt afró-hár má segja!“ segir Steinar og hlær. Sem vel yfir hálf milljón er þó að fylgjast með! Steinar segir síðan spennandi að fylgjast með hvað gerist næstu misseri. Þegar gervigreindin fer að bætast við efnisframleiðandi sem getur búið til efni sem sérsniðið er okkar áhugasviði. Gervigreindin getur búið til nákvæmlega það efni sem við erum líklegust til að vilja sjá út í hin minnstu smáatriði smekks okkar og það er því ekkert ólíklegt að við förum fljótlega að sjá efni sem gervigreindin sér um að búa til ef það heldur okkur lengur á miðlunum.“ Steinar segir vinsælasta efnið á samfélagsmiðlunum eru myndbönd frá áhrifavöldum og efnisframleiðendum og nú má fara að búast við því að fljótlega bætist við efni sem gervigreindin býr til. Tækifærin séu mörg því samfélagsmiðlarnir umbuni fyrir það efni sem fólk vill helst horfa á.Vísir/Vilhelm En hvað þá með gömlu góðu færslurnar fyrir vini og vandamenn; eru þeir tímar einfaldlega að líða undir lok á samfélagsmiðlunum? „Í raun má segja að samfélagsmiðlar séu ekki lengur samfélagsmiðlar í þeim skilningi að við séum að nota þá til að efla tengslin við fólk sem við þekkjum eða könnumst við. Þar erum við frekar að sjá aðra þróun sýna sig,“ segir Steinar og nefnir dæmi: „Fólk er meira í því að rekast á eitthvað áhugavert myndband á samfélagsmiðlum og senda það í skilaboðum á vini og vandamenn. Að við séum raunar að segja mér varð hugsað til þín þegar ég sá þetta myndband og langaði að gleðja þig líka. Ætli þetta sé ekki nútímaleg leið til að viðhalda þessum tengslum og vináttu sem við vorum áður að ger á samfélagsmiðlum með öðrum hætti. „ En hvað þýðir þetta þá fyrir auglýsendur eða fyrirtæki; er óþarfi að vera að stofna aðganga og reyna að safna fullt af fólki sem fylgjendur? „Það er ekki eins mikilvægt og áður að vera með marga fylgjendur. Því réttilega var það eitt sinn helsti útgangspunkturinn; því fleiri, því betra,“ segir Steinar en bætir við: „Hins vegar er þessi þróun í raun frábær fyrir þau sem vilja koma sér á framfæri. Því hún hefur jafnað leikinn á milli lítilla og stórra aðila. Í dag þarftu ekki að vera stórt fyrirtæki eða stór auglýsandi til að ná til margra á samfélagsmiðlum. Nú reynir meira á að búa búa til gott efni sem vekur áhuga fólks. Ef efnið er áhugavert, sér algrímið um að þér verði umbunað fyrir það“ Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Já þetta kallar alveg á ákveðið hugrekki,“ svarar Gunnur Líf Gunnarsdóttir og bætir við: „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að setja egóið til hliðar.“ 24. nóvember 2025 07:03 Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Er hægt að eiga samstarfsfélaga sem telst ígildi þess að eiga maka í vinnunni? Og hvers lags gervihjónabönd eru það þá? 8. september 2025 07:01 Stærðin skiptir ekki máli „Við erum að horfa svolítið á óhefðbundnar leiðir, snjallar leiðir í auglýsinga- og markaðsmálum þar sem fyrirtæki nýta sér meðal annars gervigreindina sem nú þegar er að breyta öllum leiknum,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um ráðstefnu sem haldin verður á þeirra vegum á miðvikudag. 11. nóvember 2024 07:00 Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Ermarnar eru svolítið flippaðar þannig að ég segi að þær séu markaðskonan í mér,“ segir Elísabet um jakkann sem hún valdi fyrir myndatökuna. 31. mars 2025 07:01 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Þegar við birtum færslur um svo hversdagslega litla hluti að það að fara í bakaríið varð tilefni til að pósta færslu um bakarísferðina! Síðan tók við ákveðið blómatímabil í færslum. Bæði á Facebook og Instagram. „Þá fórum við í frí og birtum síðan fullt af myndum úr fríinu fyrir alla að sjá. En við gerðum þetta á mjög náttúrulegan hátt. Fórum til Barcelona og skelltum síðan inn 40 myndum úr ferðinni í albúm á Facebook!“ segir Steinar og hlær. Í dag er öldin önnur. Því fólk notar enn samfélagsmiðla mikið, jafnvel fleiri og lengur en áður. Fæstir birta jafn mikið af færslum eða myndum og áður. Margir jafnvel ekkert. Algrími samfélagsmiðlana stýrir hér ferðinni að mestu. Og nýjungar í algríminu; Umbunarkerfið hefur breyst! En hver þá staðan og hvert stefnir notkunin okkar? Við getum öll hlegið af færslum sem við birtum á Facebook í árdaga þess samfélagsmiðils. Hér nokkrar góðar frá Steinari, mjög dæmigerðar fyrir færslur eins og við vorum að birta þær þá; fréttir fyrir vini og vandamenn úr daglega lífinu okkar. Þróunin: Af sem áður var… Til að setja hlutina í samhengi, er Steinar fæddur árið 1988, verður 37 ára í vikunni og tilheyrir því þeirri kynslóð sem hefur verið á samfélagsmiðlum alla sína fullorðinstíð. „Mig minnir að ég hafi verið að stofna Facebook aðganginn minn um svipað leyti og ég var að útskrifast úr menntaskóla.“ Þá þegar búinn að vera á Myspace og mIRCinu, sem var ákveðin bylgja fyrir tíma Facebook. Nokkrum árum síðar stofnaði Steinar Instagram aðganginn sinn. Sem var aðeins öðruvísi en Facebook því þar var fólk eingöngu að birta myndir, en ekki stöðufærslur eins og á Facebook. „Um tíma varð ég meira að segja svona súper-user, var með níu þúsund fylgjendur á Instagram.“ Sem Steinar segir að hafi líka verið vegna starfa sinna og starfsframa. „Ég taldi mig ekki geta verið sérfræðingur í markaðsmálum eða samfélagsmiðlum, án þess að geta sýnt í verki að ég gæti sjálfur náð árangri á þeim.“ Notkunin hjá Steinari hefur breyst töluvert síðan þetta var. Til dæmis hefur hann aðeins birt eina færslu á Instagram allt þetta ár. „Það var úr útilegu í sumar.“ Vinnutengt notar Steinar LinkedIn mikið. En meira að segja þar dregur úr. „Ég hef skrifað 40% færri færslur á LinkedIn á þessu ári en síðustu 5 ár,“ segir einmitt í færslu á LinkedIn sem Steinar birti þar fyrir stuttu. Þar sem hann velti fyrir sér þróuninni og birti mynd til rökstuðnings, frá umfjöllun Financial Times sem sýnir hratt minnkandi notkun fólks á samfélagsmiðlum til að fylgjast með vinum og vandamönnum eða deila skoðunum sínum. Þróunin upp á við er hins vegar að fylgjast með öðru efni. „Fyrir ekki svo löngu, þurftu forsvarsmenn Meta að leggja fram gögn fyrir dómstóla í Bandaríkjunum um hvaða efni fólk væri mest að fylgjast með á samfélagsmiðlunum þeirra, sem eru Facbook og Instagram,“ segir Steinar og bætir við: Gögnin sýna að 80-90% af því efni eru myndbönd sem fólk er að horfa á en tengjast vinum og vandamönnum þeirra ekki neitt. Á Facebook eru myndir og færslur frá vinum og vandamönnum um 17% af því efni sem fólk er að skoða. Á Instagram er þetta hlutfall bara 7%.“ Það er þrælfyndið að rifja upp árdaga Facebook með Steinari. En áhugavert að sama skapi að heyra hann lýsa því hvernig breytt módel samfélagsmiðlana hefur í raun stýrt því hvernig við höfum sjálf breytt notkuninni okkar.Vísir/Vilhelm Erum eins og hundar Pavlovs Steinar segir að í raun hafi notkunin okkar verið að breytast í samræmi við það sem samfélagsmiðlunum hentar best í þeirra tekjusköpun. Þar sem auglýsingamódelið þeirra byggir á að við séum að nota samfélagsmiðlana í sem lengstan tíma. „Og það segir sig sjálft að við erum lengur að horfa á myndbönd en eina og eina mynd.“ Algrími samfélagsmiðlana umbunar okkur misjafnlega eftir því hvað við gerum og setjum á miðlana og frá upphafi hafi samfélagsmiðlar byggt á hvatakerfi sem við mannfólkið eltum. „Okkur langar auðvitað að trúa því að við séum orðin svo þróuð og vel upplýst að við séum að stjórna okkur sjálf. En þegar betur er gáð, kemur í ljós að við erum í raun eins og hundar Pavlovs; við lærum að bregðast við á ákveðinn hátt og í samræmi við það hvernig umbunarkerfi miðlana þróast.“ Sem þýðir þá að við gerum það sem virkar best fyrir like og komment. „Færslur úr okkar persónulega lífi í dag eru ekki að fá þessa umbun eins og kannski var í upphafi. Nú eru það helst mjög stórir viðburðir eins og brúðkaup eða ástvinamissir sem fá þessi viðbrögð að fólk sé að fá mikið af like-s eða comment,“ segir Steinar. „Þess vegna erum við ekki lengur að setja inn færslur og myndir eins og við gerðum kannski áður. Viðbrögðin eru einfaldlega orðin svo lítil við þannig efni að okkur finnst ekki lengur viðeigandi að birta efni sem við birtum fyrir nokkrum árum síðan.“ Við erum hins vegar, eins og gögn Meta sýna, að horfa á myndbönd frá aðilum sem vekja kátínu okkar eða gleði, minna okkur á eitthvað og svo framvegis. „Fyrst breyttu samfélagsmiðlarnir úr myndbirtingum í myndbönd. Síðan kom Tik Tok með nýjung í sínu algrími sem virkaði öðruvísi en hinna samfélagsmiðlanna að því leytinu til að þú þarft ekki lengur að velja hvað þú hefur áhuga á, algrímið einfaldlega finnur út úr því hvers konar efni þú vilt sjá út frá hegðun þinni.“ Dæmi: Þú sérð myndband með trompetleikara sem spilar jazz tónlist sem þú horfir á í heild en síðan færðu líka myndband af innanhúshönnun sem þú horfir ekki á nema í 2 sekúndur. Algrímið veit þar af leiðandi að það er betra að birta fleiri myndbönd fyrir þig sem eru í líkingu við trompetleikarann frekar en af innanhúshönnun til að halda þér lengur á Tik Tok í einu. „Í stuttu máli má segja að andrúmsloftið á samfélagsmiðlunum hafi breyst úr því að vera að fylgjast með lífi vina og vandamanna í að horfa á þá afþreyingu sem við höfum mest áhuga á.“ Samfélagsmiðlar og samskiptamiðlar eru kannski orðnir tveir ólíkir hlutir. Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok skrollar fólk og horfir á myndbönd en deilir ekki neinu sjálft en samskiptamiðlar eru til dæmis eins og Snapchat eða Signal sem fólk notar til að vera í samskiptum við aðra.“ Mjög vinsælt er að fylgjast með litlum seríum á samfélagsmiðlum og nefnir Steinar sem dæmi tvo aðila; annan frægan golfara en hinn áður óþekktan aðdáanda Manchester United. Sem fólk fór að fylgjast með daglega í langan tíma, eins og lítilli sjónvarpsseríu. Litlar sjónvarpsseríur Steinar segir erfitt að tala eingöngu um áhrifavalda og samfélagsmiðla, því á ensku er bæði talað um áhrifavalda, e. influencer, en líka efnisframleiðendur, e. content creator. Og nú er svo komið, að alls kyns litlar sjónvarpsseríur eru að auka vinsældir sínar. Þar sem fólk er að fylgjast með einhverjum sérstökum seríum ekki ósvipað og við höfum gert í sjónvarpi í áratugi. Þetta geta þá verið seríur frá bæði frægu fólki og venjulegu þar sem ákveðinn rauður þráður er í gegnum mörg myndbönd sem fólk verður áhugasamt um og vill fylgjast með. Steinar nefnir dæmi: „Bryson DeChambeau er moldríkur golfari með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fyrr á þessu ári fór af stað sería þar sem hann sló golfkúlu yfir risastóra húsið sitt daglega, allt þar til hann náði holu í höggi á golfflöt sem er í garðinum hjá honum.“ Milljónir manna fylgdust með því á hverjum degi, hvernig honum gekk. Eða allt þar til hola í höggi náðist á degi 16, sem 14 milljónir sáu á Tik Tok. „Annað dæmi er gaur í Bretlandi sem er aðdáandi Manchester United og tilkynnti fyrir rúmu ári að hann ætlaði ekki að klippa á sér hárið fyrr en liðið myndi sigra fimm leiki í röð. En þar sem þeim hefur ekki gengið sem skyldi, er hann kominn með risastórt afró-hár má segja!“ segir Steinar og hlær. Sem vel yfir hálf milljón er þó að fylgjast með! Steinar segir síðan spennandi að fylgjast með hvað gerist næstu misseri. Þegar gervigreindin fer að bætast við efnisframleiðandi sem getur búið til efni sem sérsniðið er okkar áhugasviði. Gervigreindin getur búið til nákvæmlega það efni sem við erum líklegust til að vilja sjá út í hin minnstu smáatriði smekks okkar og það er því ekkert ólíklegt að við förum fljótlega að sjá efni sem gervigreindin sér um að búa til ef það heldur okkur lengur á miðlunum.“ Steinar segir vinsælasta efnið á samfélagsmiðlunum eru myndbönd frá áhrifavöldum og efnisframleiðendum og nú má fara að búast við því að fljótlega bætist við efni sem gervigreindin býr til. Tækifærin séu mörg því samfélagsmiðlarnir umbuni fyrir það efni sem fólk vill helst horfa á.Vísir/Vilhelm En hvað þá með gömlu góðu færslurnar fyrir vini og vandamenn; eru þeir tímar einfaldlega að líða undir lok á samfélagsmiðlunum? „Í raun má segja að samfélagsmiðlar séu ekki lengur samfélagsmiðlar í þeim skilningi að við séum að nota þá til að efla tengslin við fólk sem við þekkjum eða könnumst við. Þar erum við frekar að sjá aðra þróun sýna sig,“ segir Steinar og nefnir dæmi: „Fólk er meira í því að rekast á eitthvað áhugavert myndband á samfélagsmiðlum og senda það í skilaboðum á vini og vandamenn. Að við séum raunar að segja mér varð hugsað til þín þegar ég sá þetta myndband og langaði að gleðja þig líka. Ætli þetta sé ekki nútímaleg leið til að viðhalda þessum tengslum og vináttu sem við vorum áður að ger á samfélagsmiðlum með öðrum hætti. „ En hvað þýðir þetta þá fyrir auglýsendur eða fyrirtæki; er óþarfi að vera að stofna aðganga og reyna að safna fullt af fólki sem fylgjendur? „Það er ekki eins mikilvægt og áður að vera með marga fylgjendur. Því réttilega var það eitt sinn helsti útgangspunkturinn; því fleiri, því betra,“ segir Steinar en bætir við: „Hins vegar er þessi þróun í raun frábær fyrir þau sem vilja koma sér á framfæri. Því hún hefur jafnað leikinn á milli lítilla og stórra aðila. Í dag þarftu ekki að vera stórt fyrirtæki eða stór auglýsandi til að ná til margra á samfélagsmiðlum. Nú reynir meira á að búa búa til gott efni sem vekur áhuga fólks. Ef efnið er áhugavert, sér algrímið um að þér verði umbunað fyrir það“
Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Já þetta kallar alveg á ákveðið hugrekki,“ svarar Gunnur Líf Gunnarsdóttir og bætir við: „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að setja egóið til hliðar.“ 24. nóvember 2025 07:03 Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Er hægt að eiga samstarfsfélaga sem telst ígildi þess að eiga maka í vinnunni? Og hvers lags gervihjónabönd eru það þá? 8. september 2025 07:01 Stærðin skiptir ekki máli „Við erum að horfa svolítið á óhefðbundnar leiðir, snjallar leiðir í auglýsinga- og markaðsmálum þar sem fyrirtæki nýta sér meðal annars gervigreindina sem nú þegar er að breyta öllum leiknum,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um ráðstefnu sem haldin verður á þeirra vegum á miðvikudag. 11. nóvember 2024 07:00 Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Ermarnar eru svolítið flippaðar þannig að ég segi að þær séu markaðskonan í mér,“ segir Elísabet um jakkann sem hún valdi fyrir myndatökuna. 31. mars 2025 07:01 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00
Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Já þetta kallar alveg á ákveðið hugrekki,“ svarar Gunnur Líf Gunnarsdóttir og bætir við: „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að setja egóið til hliðar.“ 24. nóvember 2025 07:03
Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Er hægt að eiga samstarfsfélaga sem telst ígildi þess að eiga maka í vinnunni? Og hvers lags gervihjónabönd eru það þá? 8. september 2025 07:01
Stærðin skiptir ekki máli „Við erum að horfa svolítið á óhefðbundnar leiðir, snjallar leiðir í auglýsinga- og markaðsmálum þar sem fyrirtæki nýta sér meðal annars gervigreindina sem nú þegar er að breyta öllum leiknum,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um ráðstefnu sem haldin verður á þeirra vegum á miðvikudag. 11. nóvember 2024 07:00
Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Ermarnar eru svolítið flippaðar þannig að ég segi að þær séu markaðskonan í mér,“ segir Elísabet um jakkann sem hún valdi fyrir myndatökuna. 31. mars 2025 07:01