Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Árni Sæberg skrifar 8. desember 2025 14:41 Óskar Steinn var allt annað en sáttur við framvindu mála hjá Hafnarfjarðarbæ og Umboðsmaður Alþingis hefur nú skilað áliti þar sem tekið er undir með honum. Vísir Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar. „Þá liggur það fyrir: Hafnarfjarðarbær braut stjórnsýslulög með því að afturkalla ráðningu mína í starf hjá bænum,“ segir Óskar Steinn á Facebook í dag og vísar í álit Umboðsmanns, sem birt var í dag. Þar segir að ákvörðun um að falla frá ráðningu ríflega þremur vikum eftir að umsækjanda var boðið starf hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Stjórnvaldinu hafi hvorki tekist að sýna fram á að skilyrði hafi verið til staðar til afturköllunar né gefið þeim sem hafði verið ráðinn færi á að nýta andmælarétt sinn. Skilyrði ekki uppfyllt og andmælaréttur ekki veittur Umboðsmaður taldi ekki hægt að fallast á að umsækjendur hefðu mátt gera ráð fyrir fyrir því að annað bakkalárnám en á sviði uppeldis- og menntunarfræði eða tómstundafræði eða „sambærilegt“ því útilokaði þá frá starfinu. Þvert á móti hefði orðalag auglýsingarinnar gefið til kynna að einstaklingar með bakkalárpróf af öðrum sviðum kæmu til greina, svo lengi sem námið nýttist í starfinu. Ekki yrði annað ráðið en hæfni umsækjandans til að gegna starfinu hefði verið metin og hann fullnægt kröfum samkvæmt auglýsingunni. Ekki væri því hægt að fallast á að skilyrði hefðu verið til þess að afturkalla ráðninguna. Þá hefði ekki verið upplýst að til stæði að afturkalla ákvörðunina og viðkomandi því ekki gefist tækifæri til að tjá sig um efni málsins áður en ráðningin var afturkölluð. Sama gegndi um nýjar upplýsingar sem komið hefðu fram við meðferð málsins. Það hefði borið að upplýsa um þær og veita færi á að nýta andmælarétt. Meðferð málsins hefði því ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Áfellisdómur yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðar Óskar Steinn segir að áliti Umboðsmanns verði ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. „Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög.“ Þá hafi rannsókn Umboðsmanns leitt í ljós undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins hefðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi til skólastjórans þremur vikum eftir að hann var ráðinn í starfið, sama dag og grein eftir hann um málefni ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn hafi innihaldið skjáskot af ummælum hans af samfélagsmiðlum. Morguninn eftir hafi skólastjórinn tilkynnt honum að hann hefði fallið frá ráðningunni. „Ýmislegt bendir til þess að sú gagnrýni á kjörna fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er gott að geta loksins skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar.“ Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. 12. júlí 2024 15:08 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
„Þá liggur það fyrir: Hafnarfjarðarbær braut stjórnsýslulög með því að afturkalla ráðningu mína í starf hjá bænum,“ segir Óskar Steinn á Facebook í dag og vísar í álit Umboðsmanns, sem birt var í dag. Þar segir að ákvörðun um að falla frá ráðningu ríflega þremur vikum eftir að umsækjanda var boðið starf hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Stjórnvaldinu hafi hvorki tekist að sýna fram á að skilyrði hafi verið til staðar til afturköllunar né gefið þeim sem hafði verið ráðinn færi á að nýta andmælarétt sinn. Skilyrði ekki uppfyllt og andmælaréttur ekki veittur Umboðsmaður taldi ekki hægt að fallast á að umsækjendur hefðu mátt gera ráð fyrir fyrir því að annað bakkalárnám en á sviði uppeldis- og menntunarfræði eða tómstundafræði eða „sambærilegt“ því útilokaði þá frá starfinu. Þvert á móti hefði orðalag auglýsingarinnar gefið til kynna að einstaklingar með bakkalárpróf af öðrum sviðum kæmu til greina, svo lengi sem námið nýttist í starfinu. Ekki yrði annað ráðið en hæfni umsækjandans til að gegna starfinu hefði verið metin og hann fullnægt kröfum samkvæmt auglýsingunni. Ekki væri því hægt að fallast á að skilyrði hefðu verið til þess að afturkalla ráðninguna. Þá hefði ekki verið upplýst að til stæði að afturkalla ákvörðunina og viðkomandi því ekki gefist tækifæri til að tjá sig um efni málsins áður en ráðningin var afturkölluð. Sama gegndi um nýjar upplýsingar sem komið hefðu fram við meðferð málsins. Það hefði borið að upplýsa um þær og veita færi á að nýta andmælarétt. Meðferð málsins hefði því ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Áfellisdómur yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðar Óskar Steinn segir að áliti Umboðsmanns verði ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. „Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög.“ Þá hafi rannsókn Umboðsmanns leitt í ljós undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins hefðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi til skólastjórans þremur vikum eftir að hann var ráðinn í starfið, sama dag og grein eftir hann um málefni ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn hafi innihaldið skjáskot af ummælum hans af samfélagsmiðlum. Morguninn eftir hafi skólastjórinn tilkynnt honum að hann hefði fallið frá ráðningunni. „Ýmislegt bendir til þess að sú gagnrýni á kjörna fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er gott að geta loksins skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar.“
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. 12. júlí 2024 15:08 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. 12. júlí 2024 15:08