Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 10:03 Alejandro Gil Ferández, þáverandi efnahagsráðherra Kúbu, árið 2021. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir meinta glæpi sem óljóst er hverjir eru. Vísir/EPA Hæstiréttur Kúbu tilkynnti í gær að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins og einn nánasti samstarfsmaður forsetans hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir og spillingu. Hvorki var upplýst um hvað hann hefði sér nákvæmlega til saka unnið né fyrir hvern hann ætti að hafa njósnað. Alejandro Gil Fernández var efnahagsráðherra Kúbu frá 2018 þar til í fyrra. Miguel Díaz-Canel, forseti, gerði hann einnig aðstoðarforsætisráðherra árið 2019. Díaz-Canel rak Gil í mars í fyrra og sagði ráðherrann hafa gert „alvarleg mistök“. Spilling yrði ekki liðin. Ekki kom þó fram í hverju meint spilling Gil átti að felast. Enginn er vísari um sakir ráðherrans eftir tilkynningu hæstaréttar í gær. Aðeins kom fram að hann hefði hlotið lífstíðardóm fyrir njósnir og tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðra glæpi, þar á meðal mútugreiðslur, skjalafals og skattsvik. Gil var sakaður um að misnota stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Hann hefði þegið fé frá erlendum fyrirtækjum AP-fréttastofan gerði tilraun til að ná í Gil og að finna lögmann sem kæmi fram fyrir hönd hans en hafði ekki erindi sem erfiði. Fór fyrir umbótum í peningastefnunni Gil var andlit meiriháttar umbóta á peningastefnu Kúbu sem stjórnvöld þar hrundu af stað árið 2021. Markmið þeirra var að sameina gjaldmiðla landsins en Kúba hefur lengi haft tvo opinbera gjaldmiðla: einn fyrir innfædda en annan fyrir erlenda ferðamenn. Sá síðarnefndi var lagður af fyrir fjórum árum. Kúba hefur glímt við mikla efnahagslega erfiðleika að undanförnu. Kreppan hefur bæði leitt til vöruskorts og viðvarandi rafmagnstruflana í kommúnistaríkinu. Gil er hæst setti embættismaðurinn sem hefur verið settur af á Kúbu frá árinu 2009. Þá voru þáverandi varaforseti og utanríkisráðherra leystir frá störfum og sakaðir um að leka trúnaðarupplýsingum. Þeir sluppu þó við refsivönd dómstóla. Kúba Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Alejandro Gil Fernández var efnahagsráðherra Kúbu frá 2018 þar til í fyrra. Miguel Díaz-Canel, forseti, gerði hann einnig aðstoðarforsætisráðherra árið 2019. Díaz-Canel rak Gil í mars í fyrra og sagði ráðherrann hafa gert „alvarleg mistök“. Spilling yrði ekki liðin. Ekki kom þó fram í hverju meint spilling Gil átti að felast. Enginn er vísari um sakir ráðherrans eftir tilkynningu hæstaréttar í gær. Aðeins kom fram að hann hefði hlotið lífstíðardóm fyrir njósnir og tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðra glæpi, þar á meðal mútugreiðslur, skjalafals og skattsvik. Gil var sakaður um að misnota stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Hann hefði þegið fé frá erlendum fyrirtækjum AP-fréttastofan gerði tilraun til að ná í Gil og að finna lögmann sem kæmi fram fyrir hönd hans en hafði ekki erindi sem erfiði. Fór fyrir umbótum í peningastefnunni Gil var andlit meiriháttar umbóta á peningastefnu Kúbu sem stjórnvöld þar hrundu af stað árið 2021. Markmið þeirra var að sameina gjaldmiðla landsins en Kúba hefur lengi haft tvo opinbera gjaldmiðla: einn fyrir innfædda en annan fyrir erlenda ferðamenn. Sá síðarnefndi var lagður af fyrir fjórum árum. Kúba hefur glímt við mikla efnahagslega erfiðleika að undanförnu. Kreppan hefur bæði leitt til vöruskorts og viðvarandi rafmagnstruflana í kommúnistaríkinu. Gil er hæst setti embættismaðurinn sem hefur verið settur af á Kúbu frá árinu 2009. Þá voru þáverandi varaforseti og utanríkisráðherra leystir frá störfum og sakaðir um að leka trúnaðarupplýsingum. Þeir sluppu þó við refsivönd dómstóla.
Kúba Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila