Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2025 10:35 Sabine Leskopf hefur setið sem borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna frá 2018 og var varaborgarfulltrúi kjörtímabilið á undan, frá 2014. Aðsend Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. „Ég fann mitt pólitíska heimili innan Samfylkingarinnar einmitt vegna þess að málefni innflytjenda, sem ég brenn mest fyrir, eru í rauninni hjarta jafnaðarstefnunnar. Hún snýst um það að samfélög geti aðeins dafnað ef hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls, óháð uppruna sínum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum þarf að vera leiðarstef í slíkri stefnu. Við það stend ég enn,“ segir Sabine í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir Samfylkinguna, í viðleitni til að ná til kjósenda á miðjunni, hafa bendlað innflytjendur við þær áskoranir sem nútímasamfélag standi frammi fyrir. Þannig ætli þau sömu leið og Viðreisn. Á sama tíma taki atvinnustefna stjórnvalda ekki á hraðri fólksfjölgun og stjórnvöld hafi ekki sett sér áætlanir til að vinna að inngildandi nálgun eða berjast gegn vaxandi skautun og útlendingaandúð í samfélaginu. „Þetta andvaraleysi bitnar á einn eða annan hátt á öllu fólki af erlendum uppruna. Mitt bakland í samfélagi innflytjenda tjáir mér með skýrum hætti að andrúmsloftið í landinu hafi svo sannarlega breyst til hins verra: andúð og fordómar sem og jaðarsetning íbúa af erlendum uppruna eru að aukast. Á slíkum tímum þarf flokkur eins og Samfylkingin að taka forystu og tala fyrir mannréttindum, mannúð og fjölmenningu; í stað þess að tala inn í fordóma og staðalmyndir eða þegja yfir árásum og andúð í garð viðkvæmra hópa,“ segir Sabine og að með því að bjóða sig ekki fram geti hún áfram staðið með sinni sannfæringu. „Ég vil taka fram að áherslur mínar og hugsjónir hafa alltaf notið virðingar og stuðnings á meðal samstarfsfólks míns innan Samfylkingarinnar í borginni þar sem ég sinni áfram þeim verkefnum sem ég var kjörin til. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig og gera það enn, og hlakka til að takast á við næstu áskoranir,“ segir hún að lokum. Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Innflytjendamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. 22. apríl 2024 09:25 Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. 23. apríl 2024 10:40 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Ég fann mitt pólitíska heimili innan Samfylkingarinnar einmitt vegna þess að málefni innflytjenda, sem ég brenn mest fyrir, eru í rauninni hjarta jafnaðarstefnunnar. Hún snýst um það að samfélög geti aðeins dafnað ef hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls, óháð uppruna sínum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum þarf að vera leiðarstef í slíkri stefnu. Við það stend ég enn,“ segir Sabine í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir Samfylkinguna, í viðleitni til að ná til kjósenda á miðjunni, hafa bendlað innflytjendur við þær áskoranir sem nútímasamfélag standi frammi fyrir. Þannig ætli þau sömu leið og Viðreisn. Á sama tíma taki atvinnustefna stjórnvalda ekki á hraðri fólksfjölgun og stjórnvöld hafi ekki sett sér áætlanir til að vinna að inngildandi nálgun eða berjast gegn vaxandi skautun og útlendingaandúð í samfélaginu. „Þetta andvaraleysi bitnar á einn eða annan hátt á öllu fólki af erlendum uppruna. Mitt bakland í samfélagi innflytjenda tjáir mér með skýrum hætti að andrúmsloftið í landinu hafi svo sannarlega breyst til hins verra: andúð og fordómar sem og jaðarsetning íbúa af erlendum uppruna eru að aukast. Á slíkum tímum þarf flokkur eins og Samfylkingin að taka forystu og tala fyrir mannréttindum, mannúð og fjölmenningu; í stað þess að tala inn í fordóma og staðalmyndir eða þegja yfir árásum og andúð í garð viðkvæmra hópa,“ segir Sabine og að með því að bjóða sig ekki fram geti hún áfram staðið með sinni sannfæringu. „Ég vil taka fram að áherslur mínar og hugsjónir hafa alltaf notið virðingar og stuðnings á meðal samstarfsfólks míns innan Samfylkingarinnar í borginni þar sem ég sinni áfram þeim verkefnum sem ég var kjörin til. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig og gera það enn, og hlakka til að takast á við næstu áskoranir,“ segir hún að lokum.
Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Innflytjendamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. 22. apríl 2024 09:25 Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. 23. apríl 2024 10:40 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. 22. apríl 2024 09:25
Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. 23. apríl 2024 10:40