Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2025 11:26 Róbert Ragnarsson er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri Grindavíkur, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í ráðgjafarfyrirtæki. Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira