Lífið

Höfundur Kaupalka­bókanna látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sophie Kinsella var höfundur Shopaholic-bókanna.
Sophie Kinsella var höfundur Shopaholic-bókanna. Getty

Hin breska Sophie Kinsella, höfundur hinna vinsælu Shopaholic-bóka, er látin, 55 ára að aldri. 

Sky News greinir frá þessu í dag, en Kinsella, sem hét Madeleine Sophie Wickham réttu nafni, sagði frá því á síðasta ári að hún hafi greinst með skætt krabbamein í heila.

Sophie Kinsella gaf út tugi bóka á ferli sínum, meðal annars Shopaholic-flokkinn, eða Kaupalka-bækurnar eins og þær nefndust á íslensku.

Kvikmyndin Confessions of a Shopaholic frá árinu 2009, sem skartaði Islu Fisher í aðalhlutverki, var byggð á bókunum. Bækur Kinsella hafa selst í rúmlega fjörutíu milljónum eintaka og verið þýddar á rúmlega fjörutíu tungumál.

Kinsella greindist með æxlið (e. Glioblastoma) í lok árs 2022 en sagði fyrst opinberlega frá sjúkdómnum á síðasta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.