Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 10:32 Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn hlaðvarpsþættinum. @farmlifeiceland, @premierleague Í nýjasta þætti Fantasýn, Fantasy Premier League-hlaðvarpi Sýnar, var velt upp stórri spurningu þegar kemur að mismun á þátttöku kynjanna í leiknum. Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira