Bíó og sjónvarp

Frum­sýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ferlið hans Bubba kemur í bíóhús næsta vor og er tilvalin upphitun fyrir 6.6.26-tónleika Bubba.
Ferlið hans Bubba kemur í bíóhús næsta vor og er tilvalin upphitun fyrir 6.6.26-tónleika Bubba.

Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu.

„Markmið myndarinnar er að brjóta upp formið á hinni hefðbundnu viðtals-heimildarmynd,“ segir leikstjórinn Ásgeir Sigurðsson við Vísi. Hann hefur áður leikstýrt myndinni Harmi (2021) og gamanþáttaseríunni Gestum (2024).

„Í stað þess að horfa á talandi hausa, vildum við skapa þá tilfinningu að áhorfandinn sé staddur inni í herberginu með Bubba – að fylgjast með listamanninum að störfum og manneskjunni í dagsins amstri, ósnert og milliliðalaust,“ segir Ásgeir.

„Margir þekkja Bubba bara út frá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og hafa mótað skoðun á honum út frá því. Stefnan með þessari mynd var að sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru, hver manneskjan er bak við listina.“

Ferlið hans Bubba er framleidd af Antoni Karli Kristensen, Ásgeiri Sigurðssyni, Halldóri Ísaki Ólafssyni og Júlíusi Kemp. Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.