Sport

ÓL í hættu: Hólm­fríður Dóra brotnaði á æfingu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hólmfríður Dóra stefnir enn á Vetrarólympíuleikana í febrúar á næsta ári en þarf þá að jafna sig á methraða.
Hólmfríður Dóra stefnir enn á Vetrarólympíuleikana í febrúar á næsta ári en þarf þá að jafna sig á methraða. Jens Büttner/picture alliance via Getty Images

Vetrarólympíuleikarnir eru í hættu hjá Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttir, sem braut sköflungsbein á brunæfingu í gær og gekkst undir aðgerð.

Hólmfríður greindi sjálf frá fregnunum á samfélagsmiðlum og sagði niðurstöðuna vera „lítið brot í tibial plateau“ sem er efsti flötur sköflungsins. 

Hún var að æfa fyrir heimsbikarmót í St. Moritz í Sviss en lagðist strax undir hnífinn, til að koma stöðugleika á brotið og halda í vonina um Vetrarólympíuleikana í Cortina í febrúar 2026.

Aðgerðina segir hún hafa gengið vel og endurhæfingin er nú þegar hafin, en ljóst er að þetta setur stórt strik í reikninginn hvað undirbúning varðar fyrir ÓL og mun mögulega koma í veg fyrir hennar þátttöku.

Vetrarólympíuleikarnir hefjast þann 6. febrúar 2026, eftir tæpa tvo mánuði, en vanalega tekur um fjóra til sex mánuði að jafna sig eftir svona brot og aðgerð. Jafnvel getur það tekið hátt í heilt ár að ljúka endurhæfingu.


Tengdar fréttir

Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks

ÍSÍ kynnti í gær til sögunnar nýjan launasjóð sambandsins fyrir afreksíþróttafólk sem tryggir þeim réttindi sem barist hefur verið fyrir árum saman. Létt var yfir fremsta íþróttafólki landsins í Laugardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×