Innlent

Flúði lög­regluna en reyndist alls­gáð

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Vilhelm

Við skipulagt umferðareftirlit veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli bíl sem forðaðist eftirlitið. Lögreglan fór á eftir ökumanninum sem hljóp úr bílnum og faldi sig. Ökumaðurinn reyndist kona og fannst að lokum, og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór hún sína leið eftir samtal við lögreglu.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem verkefni næturinnar eru tíunduð.

Tilkynnt var um hnupl í kynlífstækjaverslun, en skömmu síðar höfðu lögreglumenn uppi á þjófnum og bættust þá við kærur vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna sem og aksturs sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur á strætóakrein.

Þá var farþegi leigubíls kærður fyrir fjársvik.

Ein kona var hendtekin grunuð um ölvunarakstur eftir að hún ók út af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×