Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2025 06:32 Neyslurýmið Ylja er rekið í Borgartúni. Vísir/RAX Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Annars vegar er hafin vinna að því að hefja efnagreiningu í neyslurýmum en samkvæmt svari ráðuneytisins verður keypt handhelt tæki sem mælir innihaldsefni í sýnum og skilar niðurstöðum í rauntíma. Tækið verður notað í skaðaminnkandi úrræðum og tengt viðburðum þar sem ætla má að verði mikil notkun vímuefna. Notkun tækisins verður studd af Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem jafnframt uppfærir gagnagrunn þegar ný efni greinast. Fjölbreyttari meðferð við ópíóíðafíkn Hins vegar hefur Landspítala verið falið að hefja undirbúning þróunarverkefnis um fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn sem getur mætt betur þörfum einstaklinga með langvarandi og alvarlegan ópíóíðavanda. Aðrar aðgerðir sem lagðar voru til í skýrslunni er að hefja tilraunaverkefni um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn með öðrum uppbótarlyfjum en hafa verið í notkun á Íslandi fyrir einstaklinga með langvarandi og alvarlega ópíóíðafíkn. Þá var einnig lagt til að komið yrði upp fjölbreyttri nálaskiptiþjónustu og gert greitt aðgengi að öruggri förgun sprautubúnaðar. Þá var lagt til að komið yrði á fót skammtímainnlögn til skaðaminnkunar. Í stefnunni er einnig lagt til að reykrými verði heimilað í neyslurými en í neyslurýminu Ylju er reykrými. Þá er einnig fjallað um það í stefnunni að hefja skaðaminnkandi þjónustu í fangelsum. Fjallað var um það fyrr á árinu að Naloxone-úði væri nú fáanlegur í fangelsum landsins. Fimmtán aðgerðir Aðrar aðgerðir fjalla svo til dæmis um fræðslu og vitundarvakningu um skaðaminnkun og að gerð verði fagleg viðmið um skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu og að gerðir verði gæðavísar og árangursvísar í skaðaminnkandi þjónustu. Þær aðgerðir úr skýrslunni sem er lokið eru þær að á síðasta þingi samþykkti þingið breytingar á lögum um ávana og fíkniefni með það að markmiðið að mæta betur þörfum jaðarsettra einstaklinga um allt land og draga úr skaða af völdum vímuefnanotkunar. Neyslurými voru eingöngu ætluð þeim sem nota vímuefni í æð en með breytingunni geta notendur einnig reykt þar vímuefni eða notað aðra þá aðferð sem þeir kjósa. Þá var einnig gerð sú breyting að heilbrigðisstofnunum og frjálsum félagasamtökum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými en sú heimild var áður bundin við sveitarfélögin. Í svari ráðuneytisins segir að sýnt hafi verið fram á að með því að veita fólki öruggt rými til að nota vímuefni dragi úr líkum á ofskömmtun og öðrum skaða. Vinna að verkefnum í ráðuneyti Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að skýrslan hafi verið kynnt ráðherra í lok janúar og að í ráðuneytinu sé nú unnið að verkefnum á grundvelli aðgerðanna sem lagðar voru fram í skýrslunni. „Málaflokkur áfengis og annarra vímuefna teygir anga sína í fjölmörg kerfi og málaflokka en fagleg forysta hvað varðar heilbrigðisþjónustu, forvarnir og skaðaminnkun í tengslum við notkun vímugjafa liggur hjá heilbrigðisráðuneytinu, sem ber jafnframt ábyrgð á stefnumótun á málefnasviðinu,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að starfshópur um áfengis- og vímuvarnastefnu hafi verið skipaður af heilbrigðisráðherra í febrúar 2024 og hafi veri‘ falið að uppfæra og móta heildarstefnu í áfengis- og vímuefnavörnum. Í þeirri stefnumótunarvinnu skyldi sérstaklega litið til forvarna, meðferðar, endurhæfingar og annarrar heilbrigðisþjónustu og einnig taka mið af mismunandi þörfum ólíkra hópa með tilliti til meðferðar við vímuefnaröskun, t.d. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan vímuefnavanda. Við gerð stefnunnar voru vísindi, gagnreynd þekking, klínískar leiðbeiningar og alþjóðlegir staðlar hafðir til hliðsjónar. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lyf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Annars vegar er hafin vinna að því að hefja efnagreiningu í neyslurýmum en samkvæmt svari ráðuneytisins verður keypt handhelt tæki sem mælir innihaldsefni í sýnum og skilar niðurstöðum í rauntíma. Tækið verður notað í skaðaminnkandi úrræðum og tengt viðburðum þar sem ætla má að verði mikil notkun vímuefna. Notkun tækisins verður studd af Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem jafnframt uppfærir gagnagrunn þegar ný efni greinast. Fjölbreyttari meðferð við ópíóíðafíkn Hins vegar hefur Landspítala verið falið að hefja undirbúning þróunarverkefnis um fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn sem getur mætt betur þörfum einstaklinga með langvarandi og alvarlegan ópíóíðavanda. Aðrar aðgerðir sem lagðar voru til í skýrslunni er að hefja tilraunaverkefni um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn með öðrum uppbótarlyfjum en hafa verið í notkun á Íslandi fyrir einstaklinga með langvarandi og alvarlega ópíóíðafíkn. Þá var einnig lagt til að komið yrði upp fjölbreyttri nálaskiptiþjónustu og gert greitt aðgengi að öruggri förgun sprautubúnaðar. Þá var lagt til að komið yrði á fót skammtímainnlögn til skaðaminnkunar. Í stefnunni er einnig lagt til að reykrými verði heimilað í neyslurými en í neyslurýminu Ylju er reykrými. Þá er einnig fjallað um það í stefnunni að hefja skaðaminnkandi þjónustu í fangelsum. Fjallað var um það fyrr á árinu að Naloxone-úði væri nú fáanlegur í fangelsum landsins. Fimmtán aðgerðir Aðrar aðgerðir fjalla svo til dæmis um fræðslu og vitundarvakningu um skaðaminnkun og að gerð verði fagleg viðmið um skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu og að gerðir verði gæðavísar og árangursvísar í skaðaminnkandi þjónustu. Þær aðgerðir úr skýrslunni sem er lokið eru þær að á síðasta þingi samþykkti þingið breytingar á lögum um ávana og fíkniefni með það að markmiðið að mæta betur þörfum jaðarsettra einstaklinga um allt land og draga úr skaða af völdum vímuefnanotkunar. Neyslurými voru eingöngu ætluð þeim sem nota vímuefni í æð en með breytingunni geta notendur einnig reykt þar vímuefni eða notað aðra þá aðferð sem þeir kjósa. Þá var einnig gerð sú breyting að heilbrigðisstofnunum og frjálsum félagasamtökum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými en sú heimild var áður bundin við sveitarfélögin. Í svari ráðuneytisins segir að sýnt hafi verið fram á að með því að veita fólki öruggt rými til að nota vímuefni dragi úr líkum á ofskömmtun og öðrum skaða. Vinna að verkefnum í ráðuneyti Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að skýrslan hafi verið kynnt ráðherra í lok janúar og að í ráðuneytinu sé nú unnið að verkefnum á grundvelli aðgerðanna sem lagðar voru fram í skýrslunni. „Málaflokkur áfengis og annarra vímuefna teygir anga sína í fjölmörg kerfi og málaflokka en fagleg forysta hvað varðar heilbrigðisþjónustu, forvarnir og skaðaminnkun í tengslum við notkun vímugjafa liggur hjá heilbrigðisráðuneytinu, sem ber jafnframt ábyrgð á stefnumótun á málefnasviðinu,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að starfshópur um áfengis- og vímuvarnastefnu hafi verið skipaður af heilbrigðisráðherra í febrúar 2024 og hafi veri‘ falið að uppfæra og móta heildarstefnu í áfengis- og vímuefnavörnum. Í þeirri stefnumótunarvinnu skyldi sérstaklega litið til forvarna, meðferðar, endurhæfingar og annarrar heilbrigðisþjónustu og einnig taka mið af mismunandi þörfum ólíkra hópa með tilliti til meðferðar við vímuefnaröskun, t.d. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan vímuefnavanda. Við gerð stefnunnar voru vísindi, gagnreynd þekking, klínískar leiðbeiningar og alþjóðlegir staðlar hafðir til hliðsjónar.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lyf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira