Enski boltinn

„Stundum þarf maður heppni“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka, fyrirliði Arsenal, í sigurleiknum á móti Wolves í kvöld.
Bukayo Saka, fyrirliði Arsenal, í sigurleiknum á móti Wolves í kvöld. EPA/TOLGA AKMEN

Bukayo Saka, fyrirliði Arsenal, átti stóran þátt í báðum mörkum Arsenal í 2-1 sigri á botnliði Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bæði mörkin komu eftir fyrirgjafir Saka en í báðum tilfellum skoruðu leikmenn Wolves sjálfsmark.

„Já, stundum þarf maður heppni. Í dag féll hún okkar megin,“ sagði Bukayo Saka í samtali við TNT Sports eftir leikinn.

„Við tökum stigin og höldum áfram. Við vitum það ekki fyrr en í maí hversu miklu máli þessi sigur skiptir okkur, en við getum verið ánægðir í kvöld með að hafa farið héðan með þrjú stig,“ sagði Saka.

„Þegar lið koma á Emirates-leikvanginn þá viljum við láta þau vita að þetta verður erfitt og ekki auðveldur leikur,“ sagði Saka.

„Þetta var svekkjandi á köflum, satt best að segja. Skilaboðin til strákanna voru að vera þolinmóðir og halda áfram að reyna – á endanum fengum við laun erfiðisins,“ sagði Saka.

„Baráttuandinn er mikill og nú fáum við frí fram í næstu viku,“ sagði Saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×