Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 12:28 Luciano Spalletti er fullur af hugmyndum um hvernig Juventus getur rétt gengi sitt af. Image Photo Agency/Getty Images Agnelli fjölskyldan, sem á meirihluta í ítalska fótboltaliðinu Juventus, hafnaði kauptilboði frá rafmyntafyrirtækinu Tether. Nú segir þjálfarinn Luciano Spalletti komið að leikmönnum að sanna skuldbindingu sína gagnvart félaginu. Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig. Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig.
Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira