Enski boltinn

Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Omar Alderete fagnar sjálfsmarki Nick Woltemade.
Omar Alderete fagnar sjálfsmarki Nick Woltemade. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar Via Getty Images

Nágrannaliðin Sunderland og Newcastle mættust í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í rúman áratug. Svörtu kettirnir báru 1-0 sigur úr býtum í tíðindalitlum leik.

Sunderland hefur ekki tapað á heimavelli hingað til á tímabilinu og ætlaði sér alls ekki að gera það í fyrsta sinn gegn nágrönnunum frá Newcastle. Leikurinn var frekar lokaður og fá færi litu dagsins ljós.

Eina mark leiksins var sjálfsmark sem Nick Woltemade skoraði óvart og tryggði Sunderland sigurinn.

Undir lokin lagði Newcastle allt í sölurnar en tókst ekki að skapa sér nógu gott færi til að setja jöfnunarmarkið.

Sunderland komst með þessum sigri upp að hlið Liverpool og Crystal Palace en þau þrjú eru jöfn að stigum með 26 stig eftir 16 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×