Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2025 10:00 Skilaboðin sem Jordan Mainoo-Hames vildi senda Ruben Amorim komust til skila. Jordan Mainoo-Hames, hálfbróðir Kobbies Mainoo, leikmanns Manchester United, sendi Ruben Amorim, knattspyrnustjóra liðsins, skýr skilaboð á leiknum gegn Bournemouth í gær. United gerði 4-4 jafntefli við Bournemouth í ótrúlegum leik á Old Trafford í gærkvöldi. Mainoo kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en hann hefur ekki enn byrjað inn á í leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, eitthvað sem hefur farið verulega í taugarnar á stuðningsmönnum United og þeim sem næst Mainoo standa. Hálfbróðir hans nýtti allavega tækifærið til að sýna honum stuðning í gær en hann mætti á Old Trafford í bol sem á stóð: „Frelsið Kobbie Mainoo.“ Ekki er vitað hvernig þetta uppátæki bróðursins mældist fyrir hjá Amorim en hann var ekki spurður út í það eftir viðureign gærdagsins. Fyrir leikinn gegn Bournemouth kvaðst Amorim vera tilbúinn að ræða við Mainoo um möguleikann á að fara frá United á láni. „Ef Kobbie kemur og talar við mig, tala ég við hann. Ég ætla ekki að segja hvað ég mun segja við hann en ég verð mjög ánægður ef Kobbie talar við mig um það. Ég vil bara að leikmennirnir mínir séu sáttir og skil að hver þeirra hefur sín markmið,“ sagði Amorim. Mainoo spilaði hálftíma gegn Bournemouth sem er það þriðja mesta sem hann hefur spilað í leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United er í 6. sæti deildarinnar og mætir sjóðheitu liði Aston Villa í næsta leik sínum á sunnudaginn. Enski boltinn Manchester United Tengdar fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. 16. desember 2025 09:00 Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
United gerði 4-4 jafntefli við Bournemouth í ótrúlegum leik á Old Trafford í gærkvöldi. Mainoo kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en hann hefur ekki enn byrjað inn á í leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, eitthvað sem hefur farið verulega í taugarnar á stuðningsmönnum United og þeim sem næst Mainoo standa. Hálfbróðir hans nýtti allavega tækifærið til að sýna honum stuðning í gær en hann mætti á Old Trafford í bol sem á stóð: „Frelsið Kobbie Mainoo.“ Ekki er vitað hvernig þetta uppátæki bróðursins mældist fyrir hjá Amorim en hann var ekki spurður út í það eftir viðureign gærdagsins. Fyrir leikinn gegn Bournemouth kvaðst Amorim vera tilbúinn að ræða við Mainoo um möguleikann á að fara frá United á láni. „Ef Kobbie kemur og talar við mig, tala ég við hann. Ég ætla ekki að segja hvað ég mun segja við hann en ég verð mjög ánægður ef Kobbie talar við mig um það. Ég vil bara að leikmennirnir mínir séu sáttir og skil að hver þeirra hefur sín markmið,“ sagði Amorim. Mainoo spilaði hálftíma gegn Bournemouth sem er það þriðja mesta sem hann hefur spilað í leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United er í 6. sæti deildarinnar og mætir sjóðheitu liði Aston Villa í næsta leik sínum á sunnudaginn.
Enski boltinn Manchester United Tengdar fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. 16. desember 2025 09:00 Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. 16. desember 2025 09:00
Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56
Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti