Handbolti

Viktor Gísli stóð vaktina er full­komið gengi Börsunga hélt á­fram

Aron Guðmundsson skrifar
Viktor Gísli, leikmaður Barcelona
Viktor Gísli, leikmaður Barcelona Ruben De La Rosa/Getty Images

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti flottan leik er lið hans Barcelona vann öruggan sigur á Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Svo fór að Barcelona vann átta marka sigur í leiknum, 35-27, og heldur þar með áfram sínu fullkomna gengi í deildinni til þessa. Þar hefur liðið spilað fjórtán leiki, unnið þá alla og situr með öruggt forskot á toppnum. 

Viktor Gísli stóð allan vaktina allan leikinn í marki Barcelona, varði fimmtán skot, hlutfall upp á 35,72% markvörslu. Torrelavega vermir 5.sæti deildarinnar.

Barcelona á einn leik eftir þar til kemur til hlés vegna komandi Evrópumóts í handbolta í janúar á næsta ári. Liðið mætir Logrono í spænsku deildinni á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×