Enski boltinn

Gat ekki komið í veg fyrir að City færi á­fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hákon fékk á sig tvö á Etihad-vellinum í kvöld.
Hákon fékk á sig tvö á Etihad-vellinum í kvöld. Alex Pantling/Getty Images

Hákon Rafn Valdimarsson þurfti tvisvar að sækja boltann í netið þegar Brentford tapaði fyrir Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Hákon Rafn fékk sénsinn milli stanganna í heimsókn Brentford á Etihad-völlinn í Manchester í kvöld.

Rayan Cherki kom City yfir eftir rúmlega hálftímaleik með skoti frá D-boga, þar sem Hákon var heldur varfærnislega staðsettur eftir samstuð við liðsfélaga eftir horn. Skot Cherki var hins vegar gott.

Brassinn Savinho innsiglaði svo 2-0 sigur City-liða um miðjan síðari hálfleik.

Manchester City fer því áfram í undanúrslit deildabikarsins á kostnað Brentford-liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×