Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2025 11:11 Breyta á Naustinni úr bílagötu í vistgötu þar sem rekstraraðilum verður gert kleift að færa starfsemina út í borgarlandið á góðviðrisdögum. Reykjavíkurborg Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. Kynning á verkefninu fór fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Þar segir að framkvæmdir eigi að hefjast í vor og að verklok séu áætluð í september á næsta ári. Naustin er einstefnugata til suðurs þar sem eru bílastæði beggja vegna, auk þess að mjóar gangstéttir eru upp við húsin og hafa rekstraraðilar ekki haft tök á að færa starfsemi sína út í borgarlandið. Naustin eins og gatan er núna.Reykjavíkurborg Ljósir litir Í kynningunni segir að í framkvæmdunum skuli notast við ljósa liti til að auka á öryggi vegfarenda auk þess að hellulögnin verði áberandi í umhverfinu. „Lýsing verður á háum staurum sem bæði er skírskotun í möstur skipa og tryggja að gatan sé vel upplýst. Aukið við gróður með blöndu af trjám, runnum, fjölæringum og sumarblómum sem laða að sér fræbera og auka á líffræðilegan fjölbreytileika. Á svæðinu verða blágrænar yfirborðslausnir,“ segir í kynningunni, en það er Landmótun sem stendur að hönnuninni. Teiknuð loftmynd sem sýnir íslenska prjónamunstrið.Reykjavíkurborg Aðlaðandi og vistlegt göngusvæði Leggja á áherslu á greiða vörulosun fyrir rekstaraðila og að umferðaröryggis sé gætt. Þar að auki er hægt að nýta göturýmið fyrir fólk utan vörulosunartíma, hvort sem það er bara til að ferðast um rýmið, dvelja þar á bekk eða kaffihúsi,“ segir í kynningunni. Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að því sé fagnað að Naustin verði að vistgötu. Lögð hafi verið fram drög að fallegri hönnun á göturýminu. „Þessi breyting er hluti af því að gera Kvosina að aðlaðandi og vistlegu göngusvæði.“ Svona á Naustin að líta út eftir breytingu. Reykjavíkurborg Reykjavík Göngugötur Borgarstjórn Skipulag Hannyrðir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Kynning á verkefninu fór fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Þar segir að framkvæmdir eigi að hefjast í vor og að verklok séu áætluð í september á næsta ári. Naustin er einstefnugata til suðurs þar sem eru bílastæði beggja vegna, auk þess að mjóar gangstéttir eru upp við húsin og hafa rekstraraðilar ekki haft tök á að færa starfsemi sína út í borgarlandið. Naustin eins og gatan er núna.Reykjavíkurborg Ljósir litir Í kynningunni segir að í framkvæmdunum skuli notast við ljósa liti til að auka á öryggi vegfarenda auk þess að hellulögnin verði áberandi í umhverfinu. „Lýsing verður á háum staurum sem bæði er skírskotun í möstur skipa og tryggja að gatan sé vel upplýst. Aukið við gróður með blöndu af trjám, runnum, fjölæringum og sumarblómum sem laða að sér fræbera og auka á líffræðilegan fjölbreytileika. Á svæðinu verða blágrænar yfirborðslausnir,“ segir í kynningunni, en það er Landmótun sem stendur að hönnuninni. Teiknuð loftmynd sem sýnir íslenska prjónamunstrið.Reykjavíkurborg Aðlaðandi og vistlegt göngusvæði Leggja á áherslu á greiða vörulosun fyrir rekstaraðila og að umferðaröryggis sé gætt. Þar að auki er hægt að nýta göturýmið fyrir fólk utan vörulosunartíma, hvort sem það er bara til að ferðast um rýmið, dvelja þar á bekk eða kaffihúsi,“ segir í kynningunni. Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að því sé fagnað að Naustin verði að vistgötu. Lögð hafi verið fram drög að fallegri hönnun á göturýminu. „Þessi breyting er hluti af því að gera Kvosina að aðlaðandi og vistlegu göngusvæði.“ Svona á Naustin að líta út eftir breytingu. Reykjavíkurborg
Reykjavík Göngugötur Borgarstjórn Skipulag Hannyrðir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira