Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2025 21:01 Ríkisstjórnin áformar að hagræða í ríkisrekstri um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að aldrei hafi verið áformað að hagræða um svo háa fjárhæð. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði.
„Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira