Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Árni Sæberg skrifar 19. desember 2025 17:04 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segist ekki ætla að leggja niður Rás 2. Vísir/Ívar Fannar Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, kynnti aðgerðapakkann á blaðamannafundi í dag. Í aðgerðaráætlun, sem lesa má hér, segir að felldar verði út kvaðir um fjölda rása Ríkisútvarpsins. Breytingartillagan miði að því að auka sveigjanleika við miðlun dagskrárefnis Ríkisútvarpsins. Ekki nauðsynlegt að fjöldinn sé tilgreindur í lögum Ekki sé talið nauðsynlegt eða æskilegt að fjöldi hljóðvarps- og útvarpsstöðva sem dreift er á vegum Ríkisútvarpsins sé sérstaklega tilgreindur í lögum, heldur taki starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins til þess að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Gildandi ákvæði laga sé svohljóðandi: Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Lagt sé til að það verði svohljóðandi: Ríkisútvarpið skuli dreifa efni til alls landsins og næstu miða með hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Gríðarlega mikilvægur vettvangur Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra að loknum blaðamannafundi ráðherra og spurði sérstaklega út í það hvort til stæði að leggja niður Rás 2. „Það held ég ekki. Rás 2 er gríðarlega mikilvægur vettvangur. Öflug útvarpsstöð, yfir fjörutíu ára gömul, sem sinnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi og mun gera það um ókomna tíð, geri ég ráð fyrir,“ segir hann. Í raun sé eingöngu verið að afnema skilyrði í lögum um tiltekinn fjölda útvarpsstöðva á vegum Ríkisútvarpsins og eftir breytingar verði það undir Ríkisútvarpinu komið á hverjum tíma hvernig það hagar sínum miðlum. „Ég held að það sé allt í góðu lagi að hafa það með þeim hætti.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, kynnti aðgerðapakkann á blaðamannafundi í dag. Í aðgerðaráætlun, sem lesa má hér, segir að felldar verði út kvaðir um fjölda rása Ríkisútvarpsins. Breytingartillagan miði að því að auka sveigjanleika við miðlun dagskrárefnis Ríkisútvarpsins. Ekki nauðsynlegt að fjöldinn sé tilgreindur í lögum Ekki sé talið nauðsynlegt eða æskilegt að fjöldi hljóðvarps- og útvarpsstöðva sem dreift er á vegum Ríkisútvarpsins sé sérstaklega tilgreindur í lögum, heldur taki starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins til þess að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Gildandi ákvæði laga sé svohljóðandi: Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Lagt sé til að það verði svohljóðandi: Ríkisútvarpið skuli dreifa efni til alls landsins og næstu miða með hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Gríðarlega mikilvægur vettvangur Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra að loknum blaðamannafundi ráðherra og spurði sérstaklega út í það hvort til stæði að leggja niður Rás 2. „Það held ég ekki. Rás 2 er gríðarlega mikilvægur vettvangur. Öflug útvarpsstöð, yfir fjörutíu ára gömul, sem sinnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi og mun gera það um ókomna tíð, geri ég ráð fyrir,“ segir hann. Í raun sé eingöngu verið að afnema skilyrði í lögum um tiltekinn fjölda útvarpsstöðva á vegum Ríkisútvarpsins og eftir breytingar verði það undir Ríkisútvarpinu komið á hverjum tíma hvernig það hagar sínum miðlum. „Ég held að það sé allt í góðu lagi að hafa það með þeim hætti.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira