Innlent

Ferða­þjónusta blómstrar í upp­sveitum Ár­nes­sýslu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Rakel Theodórsdóttir, byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu var með erindi á fundinum í Friðheimum.
Rakel Theodórsdóttir, byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu var með erindi á fundinum í Friðheimum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikill hugur er í þeim, sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu á nýju ári, árinu 2026, enda alltaf ný og ný fyrirtæki að bætast í hóp ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu.

Nýlega var haldin opinn morgun fundur með þeim, sem stunda ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu en fundurinn fór fram í Friðheimum í Bláskógabyggð. Nýr byggðaþróunarfulltrúi á svæðinu, Rakel Theodórsdóttir fór m.a. yfir stöðuna og einnig var erindi frá Markaðsstofu Suðurlands.

En hvernig metur Rakel stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu?

Fundurinn var vel sóttur og mikill hugur í þeim, sem stunda ferðaþjónustu á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég met hana góða en ég væri samt til í að sjá ferðamenn staldra lengur við hérna í uppsveitunum. Við erum komin með mikið úrval af ferðaþjónustufyrirtækjum og afþreyingu, matsölustöðum og gistingu og þess háttar, þannig að við hvetjum ferðamenn til þess að koma í uppsveitirnar og dvelja hjá okkur þrjár til fjórar nætur að lágmarki,” segir Rakel.

Rakel segir alltaf einhver ný ferðaþjónustufyrirtæki að bætast við í hóp ferðaþjónustufyrirtækja.

Rakel Theodórsdóttir, byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu var með erindi á fundinum í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það nýjasta er Laugarás Lagoon þannig að við erum að sjá hérna heilmikla aukningu, líka bara af íslenskum ferðamönnum með opnunni á því og það verður farsælt trúi ég”, bætir Rakel við.

Og hvernig leggst árið 2026 í Rakel?

„Mjög vel, sérstaklega nýtekin við þessu starfi, byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu en ég er nú bara búin að vera átta vikur í starfi en er mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir Rakel.

Ferðaþjónustuaðilar í uppsveitum Árnessýslu mættu á fundinn og tjáðu sig um stöðuna greinarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×