Fótbolti

Tómas Bent og fé­lagar unnu Rangers og náðu átta stiga for­skoti á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Bent Magnússon fær aðhlynningu í leiknum gegn Rangers.
Tómas Bent Magnússon fær aðhlynningu í leiknum gegn Rangers. getty/Alan Harvey

Hearts vann sinn þriðja leik í röð og náði átta stiga forskoti á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Tómas Bent Magnússon var á sínum stað í byrjunarliði Hearts sem hefur komið gríðarlega á óvart á tímabilinu.

Hearts gerði sér lítið fyrir og lagði Rangers að velli í dag, 2-1. Stuart Findlay og Lawrence Shankland skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik.

Þetta var annar sigur Hearts á Rangers á tímabilinu en liðið hefur einnig unnið Celtic í tvígang.

Hearts er með 41 stig á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á undan Celtic. Tómas Bent og félagar hafa aðeins tapað einum af átján deildarleikjum sínum í vetur.

Hearts keypti Tómas Bent frá Val í sumar. Eyjamaðurinn hefur leikið fimmtán leiki í skosku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað eitt mark.

Næsti leikur Hearts er gegn Hibernian á útivelli á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×