Enski boltinn

Óttast að Isak hafi fót­brotnað

Aron Guðmundsson skrifar
Alexander Isak kom Liverpool á bragðið í kvöld með fyrsta marki leiksins en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli.
Alexander Isak kom Liverpool á bragðið í kvöld með fyrsta marki leiksins en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli. Vísir/Getty

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool óttast að sóknarmaður liðsins, Alexander Isak, hafi fótbrotnað í 2-1 sigri liðsins gegn Tottenham í gær.

Það er David Ornstein hjá The Athletic sem greinir frá þessu í kvöld en Isak meiddist eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins í seinni hálfleik. Í þann mund sem Isak hafði látið vaða í átt að marki varð hann fyrir tæklingu Micky van de Ven, varnarmanni Tottenham.

Ornstein segir forráðamenn Liverpool uggandi vegna stöðunnar og að framherjinn gæti verið frá í einhverja mánuði. Bíða þarf þó eftir endalegum niðurstöðum lækna á meiðslunum.

Isak hafði átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool eftir að hann var keyptur á um 125 milljónir punda frá Newcastle United í upphafi tímabils. Héldu margir að mark hans á móti Tottenham gætu markað vatnaskil og orðið til þess að ferill hans hjá félaginu hæfist almennilega á loft. 

Svíinn lá hins vegar óvígur eftir og þegar að það gerist, eftir að menn hafa skorað mark, boðar það yfirleitt ekki góð tíðindi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×