Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2025 12:06 Arnaldur og Ólafur Jóhann hafa lengi tekist á þegar bóksölulistar eru annars vegar. vísir/vilhelm Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo. Út er kominn glænýr bóksölulisti frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þessi listi má heita aðallistinn og gefur sterkar vísbendingar um hvernig fer þegar upp verður staðið. „Við tökum svo árslistann saman í janúar og skoðum þá 20 mest seldu bækur ársins,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Ævar Þór á toppnum í sölu frá áramótum Það er svo Yrsa Sigurðardóttir sem situr í öðru sæti listans með glæpasöguna Syndafall. Skólastjóri Ævars Þórs Benediktssonar hefur nú vikið úr efsta sætinu enda bókin uppseld víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu en nær þó að halda þriðja sæti listans. Arnaldur er svo í fjórða sæti með Tál. Sé litið listans sem tekur til bóksölu frá síðustu áramótum er Ævar Þór þar á toppnum með Skólastjórann, Ólafur Jóhann er þar í öðru sæti með Kvöldsónötuna og þá kemur Arnaldur með Tál. „Ég giska á að salan í desember sé áþekk eða kannski heldur minni en í fyrra. Ég held að því miður séum við ekki að sjá söluaukningu þrátt fyrir metútgáfu skáldverka og afar veglegt barnabókaár,“ segir Bryndís. Forlagið og Bjartur Veröld mega vel við una Hún segir reyndar marga titla hafa verið að seljast upp um helgina svo sala þeirra virðist vera yfir væntingum útgefenda. „Sé litið á uppsafnaða listann sem mælir söluna frá áramótum sést að stóru útgáfurnar, Forlagið og Bjartur Veröld hafa báðar átt ágætis ár, Bjartur Veröld á til dæmis þrjár af fimm mest seldu bókum ársins og Forlagið á ellefu af tuttugu mest seldu bókum ársins.“ Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda rýnir í listana fyrir lesendur Vísis.vísir/vilhelm En hver er sá sem helst hefur komið á óvart á vettvangi bóksölunnar? „Svarti foli þessara jóla verður eiginlega að teljast Salvar Þór skólastjóri sem haldið hefur Bóksölulistanum í gíslingu frá því í október. Í sögu listans hefur ein og sama bókin aldrei verið í efsta sæti listans samfellt í október, nóvember og fyrstu tvær vikur desembermánaðar.“ Bryndís segir afrekið í raun verulegt því þarna sé um barnabók að ræða og því líklega engar stórar jólagjafasölur til fyrirtækja sem kynt hafa söluna. „Það er svo skemmtileg tilviljun að aðalsöguhetjur tveggja bóka beri nafnið Salvar, Salvar Þór í Skólastjóranum og Salvar Bernódusson í Sjá dagar koma eftir Einar Kárason.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Vísir birtir glænýjan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og felur hann í sér söguleg tíðindi. Æsast nú leikar þegar rétt rúm vika er til jóla. 16. desember 2025 12:42 Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Vísir birtir nú metsölulista bókaútgefenda (Fíbút) en í síðustu viku voru það veruleg tíðindi að Skólastjóri Ævars Þórs Benedikssonar seldist mest allra íslenskra bóka í bæði október og nóvember. Skaut Ævar Þór þar sjálfum metsölukóngi Íslands, Arnaldi Indriðasyni, ref fyrir rass. 9. desember 2025 15:34 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Sjá meira
Út er kominn glænýr bóksölulisti frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þessi listi má heita aðallistinn og gefur sterkar vísbendingar um hvernig fer þegar upp verður staðið. „Við tökum svo árslistann saman í janúar og skoðum þá 20 mest seldu bækur ársins,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Ævar Þór á toppnum í sölu frá áramótum Það er svo Yrsa Sigurðardóttir sem situr í öðru sæti listans með glæpasöguna Syndafall. Skólastjóri Ævars Þórs Benediktssonar hefur nú vikið úr efsta sætinu enda bókin uppseld víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu en nær þó að halda þriðja sæti listans. Arnaldur er svo í fjórða sæti með Tál. Sé litið listans sem tekur til bóksölu frá síðustu áramótum er Ævar Þór þar á toppnum með Skólastjórann, Ólafur Jóhann er þar í öðru sæti með Kvöldsónötuna og þá kemur Arnaldur með Tál. „Ég giska á að salan í desember sé áþekk eða kannski heldur minni en í fyrra. Ég held að því miður séum við ekki að sjá söluaukningu þrátt fyrir metútgáfu skáldverka og afar veglegt barnabókaár,“ segir Bryndís. Forlagið og Bjartur Veröld mega vel við una Hún segir reyndar marga titla hafa verið að seljast upp um helgina svo sala þeirra virðist vera yfir væntingum útgefenda. „Sé litið á uppsafnaða listann sem mælir söluna frá áramótum sést að stóru útgáfurnar, Forlagið og Bjartur Veröld hafa báðar átt ágætis ár, Bjartur Veröld á til dæmis þrjár af fimm mest seldu bókum ársins og Forlagið á ellefu af tuttugu mest seldu bókum ársins.“ Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda rýnir í listana fyrir lesendur Vísis.vísir/vilhelm En hver er sá sem helst hefur komið á óvart á vettvangi bóksölunnar? „Svarti foli þessara jóla verður eiginlega að teljast Salvar Þór skólastjóri sem haldið hefur Bóksölulistanum í gíslingu frá því í október. Í sögu listans hefur ein og sama bókin aldrei verið í efsta sæti listans samfellt í október, nóvember og fyrstu tvær vikur desembermánaðar.“ Bryndís segir afrekið í raun verulegt því þarna sé um barnabók að ræða og því líklega engar stórar jólagjafasölur til fyrirtækja sem kynt hafa söluna. „Það er svo skemmtileg tilviljun að aðalsöguhetjur tveggja bóka beri nafnið Salvar, Salvar Þór í Skólastjóranum og Salvar Bernódusson í Sjá dagar koma eftir Einar Kárason.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Vísir birtir glænýjan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og felur hann í sér söguleg tíðindi. Æsast nú leikar þegar rétt rúm vika er til jóla. 16. desember 2025 12:42 Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Vísir birtir nú metsölulista bókaútgefenda (Fíbút) en í síðustu viku voru það veruleg tíðindi að Skólastjóri Ævars Þórs Benedikssonar seldist mest allra íslenskra bóka í bæði október og nóvember. Skaut Ævar Þór þar sjálfum metsölukóngi Íslands, Arnaldi Indriðasyni, ref fyrir rass. 9. desember 2025 15:34 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Sjá meira
Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Vísir birtir glænýjan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og felur hann í sér söguleg tíðindi. Æsast nú leikar þegar rétt rúm vika er til jóla. 16. desember 2025 12:42
Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Vísir birtir nú metsölulista bókaútgefenda (Fíbút) en í síðustu viku voru það veruleg tíðindi að Skólastjóri Ævars Þórs Benedikssonar seldist mest allra íslenskra bóka í bæði október og nóvember. Skaut Ævar Þór þar sjálfum metsölukóngi Íslands, Arnaldi Indriðasyni, ref fyrir rass. 9. desember 2025 15:34