100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar 23. desember 2025 13:02 Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar. Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar um olíunotkun að finna í Orkuspánni. Þar má sjá nokkuð skýrt að toppnum í sögulegri olíunotkun Íslands var náð árið 2018 og nú stefnir allt að olíunotkun á Íslandi muni minnka hægt en örugglega næstu ár og áratugi. Næstu tvo ár eftir 2018 voru auðvitað mjög sérstök þar sem heimsfaraldur gekk yfir og olíunotkun hrundi. Það er því ekki fyrr en nú þegar efnahagslífið hefur náð sér að fullu sem hægt er með nokkurri vissu að álykta að olíunotkunartoppurinn hafi sannarlega raungerst árið 2018. Innanlandsnotkun Þegar skoðuð er olíunotkun innanlands þ.e. án millilandaflugs og millilandasiglinga þá má finna áhugaverða stöðu. Innanlandsnotkun toppaði árið 2007 þegar notkunin náði 663 þúsund tonnum en er nú í kringum 500 þúsund tonn. Olíunotkun hefur því minnkað um rúmlega 160 þúsund tonn, þrátt fyrir aukna landsframleiðslu og fólksfjölgun. Við flytjum nú minna af olíu til landsins sem nemur 500 þúsund lítrum á dag. Þessi árangur var lengi vel drifin áfram af minni olíunotkun í sjávarútvegi, iðnaði og húshitun. Olíunotkun í vegasamgöngum er hinsvegar á pari við notkunina árið 2007. Vegasamgöngur Olíunotkun í vegasamgöngum hefur minnkað hægt enda hefur ökutækjum fjölgað um 100 þúsund frá árinu 2005 og ferðaþjónusta, sem er mjög olíudrifin, aukist gríðarlega. En toppurinn í vegasamgöngum virðist nú loksins vera örugglega að baki og toppaði að öllum líkindum árið 2018 í 306 þúsund tonnum. Orkuskipti bílaflotans virðist nú loksins vera að ná í skottið á vextinum og olíunotkun líklega á hægri niðurleið til framtíðar. Vöxtur í fólksfjölda og ferðaþjónustu hefur hingað til svolítið falið árangur orkuskipta í vegasamgöngum. Ef rýnt er í tölurnar má hinsvegar sjá að nýorkubílar sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku, að hluta eða öllu leyti, hafa minnkað olíuþörf um 50 milljón lítra á ári. Það eru 100 lítrar á mínútu. Án þessara orkuskipta þyrftu Íslendingar að flytja inn 100 lítrum meira af erlendri mengandi olíu hverja einustu mínútu. Það eru bjartari tímar fram undan og ef við höldum áfram á þessari vegferð mun olíunotkun í vegasamgöngum helmingast frá toppnum árið 2018 á næstu 10-15 árum. Áfram gakk og ekkert hik. Höfundur er sviðsstjóri Sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar. Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar um olíunotkun að finna í Orkuspánni. Þar má sjá nokkuð skýrt að toppnum í sögulegri olíunotkun Íslands var náð árið 2018 og nú stefnir allt að olíunotkun á Íslandi muni minnka hægt en örugglega næstu ár og áratugi. Næstu tvo ár eftir 2018 voru auðvitað mjög sérstök þar sem heimsfaraldur gekk yfir og olíunotkun hrundi. Það er því ekki fyrr en nú þegar efnahagslífið hefur náð sér að fullu sem hægt er með nokkurri vissu að álykta að olíunotkunartoppurinn hafi sannarlega raungerst árið 2018. Innanlandsnotkun Þegar skoðuð er olíunotkun innanlands þ.e. án millilandaflugs og millilandasiglinga þá má finna áhugaverða stöðu. Innanlandsnotkun toppaði árið 2007 þegar notkunin náði 663 þúsund tonnum en er nú í kringum 500 þúsund tonn. Olíunotkun hefur því minnkað um rúmlega 160 þúsund tonn, þrátt fyrir aukna landsframleiðslu og fólksfjölgun. Við flytjum nú minna af olíu til landsins sem nemur 500 þúsund lítrum á dag. Þessi árangur var lengi vel drifin áfram af minni olíunotkun í sjávarútvegi, iðnaði og húshitun. Olíunotkun í vegasamgöngum er hinsvegar á pari við notkunina árið 2007. Vegasamgöngur Olíunotkun í vegasamgöngum hefur minnkað hægt enda hefur ökutækjum fjölgað um 100 þúsund frá árinu 2005 og ferðaþjónusta, sem er mjög olíudrifin, aukist gríðarlega. En toppurinn í vegasamgöngum virðist nú loksins vera örugglega að baki og toppaði að öllum líkindum árið 2018 í 306 þúsund tonnum. Orkuskipti bílaflotans virðist nú loksins vera að ná í skottið á vextinum og olíunotkun líklega á hægri niðurleið til framtíðar. Vöxtur í fólksfjölda og ferðaþjónustu hefur hingað til svolítið falið árangur orkuskipta í vegasamgöngum. Ef rýnt er í tölurnar má hinsvegar sjá að nýorkubílar sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku, að hluta eða öllu leyti, hafa minnkað olíuþörf um 50 milljón lítra á ári. Það eru 100 lítrar á mínútu. Án þessara orkuskipta þyrftu Íslendingar að flytja inn 100 lítrum meira af erlendri mengandi olíu hverja einustu mínútu. Það eru bjartari tímar fram undan og ef við höldum áfram á þessari vegferð mun olíunotkun í vegasamgöngum helmingast frá toppnum árið 2018 á næstu 10-15 árum. Áfram gakk og ekkert hik. Höfundur er sviðsstjóri Sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar