Enski boltinn

„Töl­fræði­lega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“

Sindri Sverrisson skrifar
Morgan Rogers var í miklu stuði og skoraði tvö gegn Manchester United á sunnudaginn.
Morgan Rogers var í miklu stuði og skoraði tvö gegn Manchester United á sunnudaginn. Getty

„Það er lygilegt að sjá hvað þeir hafa skorað mikið af flottum mörkum utan teigs,“ sagði Albert Brynjar Ingason um Aston Villa-menn, í umræðu um möguleika liðsins á að verða Englandsmeistari í vor.

Klippa: Messan - Fjöldi glæsimarka Aston Villa

Villa-liðið var tekið fyrir í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport þar sem menn reyndu að svara þeirri spurningu hvort Villa gæti landað titlinum. Eftir sigurinn gegn Manchester United í síðasta leik er Villa þremur stigum á eftir toppliði Arsenal, og Villa hefur nú unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum.

„Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu,“ sagði Albert á meðan menn skoðuðu glæsimörkin sem Villa hefur skorað:

„Þeir ættu að vera einhvers staðar um miðja deild. Þetta er ótrúlegt magn af flottum mörkum. Aukaspyrnumörkum, mörkum fyrir utan teig… Þeir skora nánast í hverjum einasta leik fyrir utan teig,“ bætti Albert við.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×