Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2025 09:00 Sivert Guttorm Bakken ætlaði sér á Vetrarólympíuleikana í febrúar. Getty/Kevin Voigt Liðsfélagar norska skíðaskotfimikappans Sivert Guttorm Bakken fóru að undrast um hann þegar hann hafði ekki skilað sér niður í morgunmat í gær, á hóteli landsliðsins á Ítalíu. Þeir fundu hann látinn inni á herbergi en Bakken var aðeins 27 ára gamall. Bakken hafði átt góðu gengi að fagna á heimsbikarmótum að undanförnu og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. Hætti í tvö ár vegna hjartavandamála Hann var kominn á fulla ferð í sinni íþrótt, eftir að hafa neyðst til að draga sig í hlé vegna hjartavöðvubólgu sem hann kvaðst hafa farið að finna fyrir eftir þriðja skammt af bóluefni gegn Covid. Það tók hann næstum tvö ár að snúa aftur til hefðbundinna æfinga en það tókst í fyrra og Bakken virtist á hárréttri braut fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu. Bakken var mættur í alpabæinn Lavaze, eftir að hafa keppt í heimsbikarnum í Le Grand-Bornand í Frakklandi í síðustu viku. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú andlát hans og segir Emilie Nordskar, framkvæmdastjóri norska skíðaskotfimisambandsins, að dánarorsök liggi ekki fyrir. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu Siverts og öllum þeim sem stóðu honum næst. Við vinnum með ítölskum yfirvöldum á staðnum,“ sagði Nordskar í fréttatilkynningu. Dánarorsök liggur ekki fyrir Ítalskir miðlar á borð við La Gazzetta dello Sport segja Bakken hafa látist vegna veikinda en í samtali við NRK í Noregi segir Nordskar ekki hægt að segja mikið að svo stöddu. „Það sem við vitum er að Sivert fanns látinn á hótelherbergi sínu í alpabænum Laveze á Ítalíu í dag. Við erum auðvitað í sambandi við ítölsku lögregluna á svæðinu. Hún er á fullu og við vinnum náið með henni. Við vitum ekki hver dánarorsökin er. Það er lögreglunnar að finna út úr því. Núna styðjum við við fjölskyldu Siverts og hans nánasta fólk, liðsfélaga og aðra í skíðaskotfimifjölskyldunni,“ sagði Nordskar en efnt var til minningarathafnar í Lillehammer í gærkvöld. Bakken vann tvenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum ungmenna árið 2016 og hann vann sín fyrstu og einu heimsbikargullverðlaun í Holmenkollen árið 2022, áður en hann þurfti að draga sig í hlé eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Bakken hafði átt góðu gengi að fagna á heimsbikarmótum að undanförnu og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. Hætti í tvö ár vegna hjartavandamála Hann var kominn á fulla ferð í sinni íþrótt, eftir að hafa neyðst til að draga sig í hlé vegna hjartavöðvubólgu sem hann kvaðst hafa farið að finna fyrir eftir þriðja skammt af bóluefni gegn Covid. Það tók hann næstum tvö ár að snúa aftur til hefðbundinna æfinga en það tókst í fyrra og Bakken virtist á hárréttri braut fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu. Bakken var mættur í alpabæinn Lavaze, eftir að hafa keppt í heimsbikarnum í Le Grand-Bornand í Frakklandi í síðustu viku. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú andlát hans og segir Emilie Nordskar, framkvæmdastjóri norska skíðaskotfimisambandsins, að dánarorsök liggi ekki fyrir. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu Siverts og öllum þeim sem stóðu honum næst. Við vinnum með ítölskum yfirvöldum á staðnum,“ sagði Nordskar í fréttatilkynningu. Dánarorsök liggur ekki fyrir Ítalskir miðlar á borð við La Gazzetta dello Sport segja Bakken hafa látist vegna veikinda en í samtali við NRK í Noregi segir Nordskar ekki hægt að segja mikið að svo stöddu. „Það sem við vitum er að Sivert fanns látinn á hótelherbergi sínu í alpabænum Laveze á Ítalíu í dag. Við erum auðvitað í sambandi við ítölsku lögregluna á svæðinu. Hún er á fullu og við vinnum náið með henni. Við vitum ekki hver dánarorsökin er. Það er lögreglunnar að finna út úr því. Núna styðjum við við fjölskyldu Siverts og hans nánasta fólk, liðsfélaga og aðra í skíðaskotfimifjölskyldunni,“ sagði Nordskar en efnt var til minningarathafnar í Lillehammer í gærkvöld. Bakken vann tvenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum ungmenna árið 2016 og hann vann sín fyrstu og einu heimsbikargullverðlaun í Holmenkollen árið 2022, áður en hann þurfti að draga sig í hlé eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira