Enski boltinn

Stewart, Snoop og Modric í eina sæng

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stewart og Snoop Dogg eru miklir mátar.
Stewart og Snoop Dogg eru miklir mátar. Kristy Sparow/Getty Images

Martha Stewart, fyrsta bandaríska konan til að verða milljarðamæringur af sjálfdáðum, bættist í gær við eigendahóp velska liðsins Swansea City sem spilar í ensku B-deildinni. 

Hin 84 ára gamla Stewart keypti hluta í liðinu og bætist við áhugaverðan hóp eigenda, sem telur meðal annars góðan vin hennar, rapparann Snoop Dogg og knattspyrnuhetjuna króatísku Luka Modric sem spilar með AC Milan á Ítalíu.

Stewart öðlaðist auð sinn í lífsstílbransanum og þekkt fyrir góð heimilisráð og hæfileika í eldhúsinu. Hún var á meðal gesta á 2-1 sigri Swansea á Wrexham í velskum slag síðasta föstudag.

Modric, sem var valinn besti leikmaður heims árið 2018, varð hlutaeigandi liðsins í apríl en Snoop Dogg bættist við í júní.

Vonast er til þess að frægð eigendanna geti hagnast Swansea til að auka tekjur en þrátt fyrir viðbót Stewart og henna milljóna er gert ráð fyrir að félagið stígi varlega til jarðar í komandi félagsskiptaglugga í janúar.

Swansea situr í 19. sæti ensku B-deildinnar með 26 stig eftir 22 leiki, fimm stigum frá fallsæti en níu stigum frá umspilssæti upp í úrvalsdeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×