Lífið

Krist­mundur Axel tók við af Bubba

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hressir fyrir utan Litla Hraun.
Hressir fyrir utan Litla Hraun. Aðsend

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel tróð upp á Litla Hrauni á aðfangadag. Hann tók við af Bubba Morthens sem hefur til lengri tíma séð um tónlistarhaldið.

Hópur sjálfboðaliða frá Afstöðu heimsótti Litla hraun á aðfangadag og hélt þar jólastund. Þar tók Kristmundur Axel lagið fyrir fullsetnum sal.

Bubbi Morthens hefur alla jafna haldið tónleika á Litla Hrauni á aðfangadag frá 1982 en líkt og mbl greindi frá hefur Bubbi ákveðið að segja það gott. Hann segist vera að eldast og skrokkurinn ekki eins meðfærilegur.

Í tilkynningu frá Afstöðu segjast þau vona að Kristmundur Axel taki að sér hlutverk Bubba og haldi áfram að skapa slíka jólastundir á næstu árum. 

„Framkoma hans að þessu sinni tókst afar vel og jólaandinn sveif yfir Litla Hrauni þar sem allir lögðu sitt af mörkum til að halda uppi hlýlegri jólastemningu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.