Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. desember 2025 09:07 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, segir duldar skattahækkanir á launafólk leynast víða, og verkalýðshreyfingin eigi aldrei að láta þær líðast. Ein slík taki gildi á næsta ári, þegar persónuafsláttur hækkar ekki í takt við launavísitölu. „Já, þær leynast víða skattahækkanir á launafólk – skattahækkanir sem fólk tekur ekki strax eftir. Ein þeirra blasir nú við í tekjuskattinum,“ segir Vilhjálmur í færslu á samfélagsmiðlum. „Persónuafsláttur hækkar um 5,53%, á meðan 12 mánaða launavísitala hefur hækkað um 7,5%. Þegar persónuafsláttur og skattþrep fylgja ekki launaþróun er niðurstaðan einföld: ríkið tekur stærra hlutfall af launum fólks. Það er ekkert annað en skattahækkun, sama hvað hún er kölluð.“ Hækkar í takt við vísitölu neysluverðs Í síðustu viku var tilkynnt um breytingar á staðgreiðslu skatta um áramótin, en lögum samkvæmt hækkar persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í upphafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði, að viðbættri hækkun vegna framleiðnivaxtar. „Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 4,5% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 5,5%,“ stóð í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Vilhjálmur Birgisson segir að þar sem persónuafslátturinn hækkar minna en launavísitalan sé skattbyrði launafólks aukin í reynd. „Á heimili þar sem bæði hjón eru með 850 þúsund krónur í mánaðarlaun, þýðir þessi duldna skattahækkun að yfir 140–160 þúsund krónur á ári færast frá heimilinu til ríkisins – vegna þess að persónuafsláttur og skattþrep hækkuðu ekki til samræmis við launavísitölu.“ „Verkalýðshreyfingin á aldrei að láta slíkar duldar skattahækkanir líðast. Launabarátta missir gildi sitt ef ríkið étur launahækkanir fólks aftan frá með skattaskriði. Ef skattkerfið fylgir ekki launaþróun, þá er verið að hækka skatta – punktur.“ Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
„Já, þær leynast víða skattahækkanir á launafólk – skattahækkanir sem fólk tekur ekki strax eftir. Ein þeirra blasir nú við í tekjuskattinum,“ segir Vilhjálmur í færslu á samfélagsmiðlum. „Persónuafsláttur hækkar um 5,53%, á meðan 12 mánaða launavísitala hefur hækkað um 7,5%. Þegar persónuafsláttur og skattþrep fylgja ekki launaþróun er niðurstaðan einföld: ríkið tekur stærra hlutfall af launum fólks. Það er ekkert annað en skattahækkun, sama hvað hún er kölluð.“ Hækkar í takt við vísitölu neysluverðs Í síðustu viku var tilkynnt um breytingar á staðgreiðslu skatta um áramótin, en lögum samkvæmt hækkar persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í upphafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði, að viðbættri hækkun vegna framleiðnivaxtar. „Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 4,5% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 5,5%,“ stóð í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Vilhjálmur Birgisson segir að þar sem persónuafslátturinn hækkar minna en launavísitalan sé skattbyrði launafólks aukin í reynd. „Á heimili þar sem bæði hjón eru með 850 þúsund krónur í mánaðarlaun, þýðir þessi duldna skattahækkun að yfir 140–160 þúsund krónur á ári færast frá heimilinu til ríkisins – vegna þess að persónuafsláttur og skattþrep hækkuðu ekki til samræmis við launavísitölu.“ „Verkalýðshreyfingin á aldrei að láta slíkar duldar skattahækkanir líðast. Launabarátta missir gildi sitt ef ríkið étur launahækkanir fólks aftan frá með skattaskriði. Ef skattkerfið fylgir ekki launaþróun, þá er verið að hækka skatta – punktur.“
Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira