Enski boltinn

Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið hand­tekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andy Carroll var handtekinn í vor.
Andy Carroll var handtekinn í vor. getty/Jacques Feeney

Fyrrverandi framherji Newcastle United, Liverpool og fleiri liða, Andy Carroll, á að mæta fyrir dóm á þriðjudaginn. Hann var handtekinn í vor.

Hinn 36 ára Carroll leikur nú með utandeildarliði Dagenham and Redbridge.

Hann var handtekinn 27. apríl síðastliðinn, grunaður um að hafa virt nálgunarbann að vettugi í mars.

Refsing fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni getur numið frá sekt til fimm ára fangelsis fyrir alvarlegustu brotin.

Carroll var dýrasti leikmaður í sögu Liverpool þegar félagið keypti hann á 35 milljónir punda frá Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans 2011.

Framherjinn skoraði ellefu mörk í 58 leikjum fyrir Liverpool en var seldur til West Ham United 2013.

Carroll lék á sínum tíma níu landsleiki fyrir England og skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×